Virt efnahagsstofnun í Þýzkalandi, Laenderdaten.info, gerði á tímabilinu 2022-2023 úttekt á því, hver kaupmáttur hinna ýmsu þjóða væri. Voru, annars vegar, reiknaðar út meðaltekjur þegna hvers lands og svo það, hver framfærslukostnaður á mann í sama landi væri.
Varðandi tekjuhliðina byggði stofnunin á VLF (vergri landsframleiðslu), og var framfærslukostnaður reiknaður á grundvelli:
Stofnunin stilliti dæminu þannig upp að staðan í Þýzkalandi, tekjur og framfærslukostnaður þar, myndaði samanburðargrundvöllinn: Var kaupmáttarvísitalan þar sett á 100 stig.
Samanburðurinn sýndi svo, hvar kaupmátturinn og þá um leið hin efnahagslega velferð íbúanna, væri meiri eða minni en í Þýzkalandi.
Dæmi um þjóðfélög, þar sem þegnarnir búa yfir meiri kaupkrafti en Þjóðverjar, voru Noregur (133,6% miðað við Þýzkaland á 100%), Lúxemborg (131,5%), Singapúr (126,4%), Bermúdaeyjar (123,5%), Færeyjar (114,1%) – Færeyingar búa, sem sagt, við afgerandi meiri velferð en Þjóðverjar – Írland (113,1%), Sviss (110,7%), USA (109,4%), Svíþjóð (104,8%), Holland (104,4%), Austurríki (102,6%), Hong Kong (100,4%).
Allar þessar þjóðir búa, sem sagt, við meiri efnahagslega velferð en Þjóðverjar. Fá meira fyrir peningana sína, og hafa það þannig betra.
En, hvar stöndum við, Íslendingar, þá?
Því miður aftarlega á merinni. Okkar prósenta miðað við Þýzkaland er 85,6%. Í reynd þýður þetta, að kaupmáttur Norðmanna er 56% meiri en okkar, Lúxemborg, Singapúr og Bermúda, allt smáþjóðir eins og við, eru með 44% til 54% meiri kaupmátt, en við, Færeyingar, sem sagt, með 33% meiri efnahagslega velferð, en við, og svona mætti áfram telja.
Bjarni Benediktsson, nú forsætisráðherra landsins, hefur verið mikið í því að lýsa yfir ánægju sinni með það, hversu gott við hefðum það hér, væntanlega þökk honum, Sjálfstæðisflokknum og þeirra samherjum. Telja verður þar Framsóknarflokkinn með. Því miður kemur hér annað á daginn.
Flestir, sem við erum að bera okkur saman við, koma mun betur út en við. Færeyingar, sem eru aðeins um 55 þúsund manns – auðvitað er miklu dýrara að halda svo fámennu þjóðfélagi úti, en þeim, sem stærri eru – landstjórnin þar tryggir íbúum sínum meira að segja þriðjungi meiri velferð en ríkisstjórn Íslands hefur tekizt að tryggja Íslendingum.
Það hlýtur að fara að koma að því, að landsmenn átti sig á, að það er kominn tími á Bjarna Ben, Sigurð Inga og allt það blessaða lið.
Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni