fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Áslaug Arna teflir öllu fram og segir Sjálfstæðisflokkinn geta gert margt betur – „Sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. júlí 2024 19:00

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra, var nýlega gestur hjá strákunum í Chess After Dark, þeim Leifi Þorsteinssyni og Birki Karl Sigurðssyni.

Áslaug Arna segir nóg um að vera í vinnunni þó þingið sé komið í frí, enda starfi ráðuneytin allt árið, síðasti ríkisráðsfundur með Guðna Th. forseta sé 31. júlí, innsetning Höllu í embætti forseta sé síðan 1. ágúst, ríkisráð taki sér tveggja vikna pásu frá fundum í sumar, en einnig segir Áslaug Arna að það séu mörg verkefni sem hana langar að klára fyrir haustið auk þess að viða að sér meiri þekkingu og fleiri hugmyndum.

Landsmót hestamanna var í gangi í síðustu viku og opnaði Áslaug Arna mótið ásamt Ásmundi Einari Daðasyni íþróttamálaráðherra. „Við erum hestfærir ráðherrar, þannig að það þarf enginn að hafa áhyggjur af að þetta verði eitthvað áhættuatriði.“

Áslaug Arna segist alltaf hafa óskað þess að það væri stór sósíaldemókrataflokkur hérlendis. „Þeir á Norðurlöndum virðast skilja útlendingamálin, þeir styðja atvinnulífið og eru stuðningsmenn sumra frelsismála. Ég hef alltaf sagt að væri frábært ef það væri þannig flokkur að vinna með. Miðað við þá stöðu í stjórnmálum að þurfi minnst þrjá flokka til að mynda ríkisstjórn og þeir eru margir að tala fyrir þessum woke token málum og hafa sett það svona kerfislega á dagskrá að megi ekki tala um sum mál, en mér finnst það aðeins vera að breytast. Ég vona bara að vinstri stefnan sé aðeins að detta úr tísku, mér sýnist hún dottin úr tísku hjá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar og aðrir vinstri flokkar ekki að mælast hátt.“

Segir hún að henni finnist fjölmiðlar ekki ganga hart að Kristrúnu Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar með að svara sumum spurningum og segist Áslaug Arna ekki vilja ganga inn í kjörklefa á kjördag og setja x við S án þess að vera með svör við þeim spurningum.

Hefur gaman af Miðflokksmönnum

Áslaug Arna segist hafa gaman af Miðflokksmönnum, „við erum sammála að mörgu leyti, þeir eru eins og Samfylkingin, geta komist upp með að segja allt og slá sig til riddara í ýmsum málum. Þeir kjósa gegn ýmsum einföldum regluverksfrumvörpum, sameiningum, niðurskurði og frelsismálum. Í þinginu finnst mér saga þeirra ekki jafnfögur og þeir mála hana. En ég er ánægð með þá í öðrum málum, þeir styðja okkur, en það er ekki mikill stuðningur í tveimur þingmönnum.“

Áslaug Arna rifjar upp framlag fjárlaga árið 2019. „Svo kom COVID og ég myndi segja að sá tími, sem mig langar ekki sérstaklega að minnast og ég held að allir fái svona vanlíðunartilfinningu í líkamann, þar fórnuðum við of miklu frelsi og þar af leiðandi fjármagni sem skapar að einhveru leyti þá stöðu sem við erum í í dag.“ Segir hún okkur þurfa að líta í eigin barm og af hverju við erum ekki með skýrari skattastefnu. „Hvernig við sjáum fyrir að lækka skatta til að stuðla að framförum. Hvernig við ætlum að einfalda regluverk svo ríkið sé ekki að þvælast fyrir.“

Áslaug Arna bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera við stjórn nær alla hennar tíð og Ísland sé fremst í flokki á mörgum sviðum. „En við segjum það ekki við fólk í dag. Ég get verið stolt af þessari stöðu við þá sem vilja læra af okkur. En þegar við skoðum stöðu ungs fólks sem kemst ekki út á húsnæðismarkaðinn, er í vaxtarugli eða barnið kemst ekki inn á leikskóla. Mér finnst við þurfa skýrari sýn fyrir landið til lengri tíma. Þar þarf að ræða alls konar erfið mál sem við þurfum að vera duglegri að setja á dagskrá, við þurfum líka að endurnýja samtal við fólk. Ég finn fyrir áhuga hjá ungu fólki á pólitík og það er mjög gleðilegt.“

Mikilvægt að skýra hugmyndafræðina

Áslaug Arna segir mikilvægt að skýra hugmyndafræði flokka fyrir kjósendum og „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að skýra stefnu sína, útskýra hugmyndafræðina, tala betur til fólks, vera með skýrari stefnu gagnvart ýmsum málum sem fólk skilur, hann þarf að ná meiri árangri þegar hann kemst til valda og er í ríkisstjórn og hann þarf líka að ganga í gegnum endurnýjun og breytingar. Og það er verkefni framundan að snúa þessu við, ná til fleira fólks og ná meiri árangri.“

Áslaug Arna segir Sjálfstæðisflokkinn hafa klárað margt á nýafstöðnu þingi. „Við vorum að klára útlendingamálið, lögreglumálin, sameina sjóði, hagræða, sameina stofnanir, Við náðum mörgu af okkar málum í gegn, við erum með skýrt erindi í pólitík.“

Sjálfstæðismenn megi ekki fara í vörn vegna umræðu um ríkisútgjöld

Segir hún mikla umræðu meðal hægri manna um ríkissútgjöld og þar megi Sjálfstæðismenn ekki fara í vörn. „Við erum með ein hæstu laun í heimi, við höfum hækkað laun meira en aðrir, en við getum ekki bent á vinnumarkaðinn og sagt að það sé bara þeim að kenna. Á opinbera markaðnum gilda aðrar leikreglur af því það eru gömul lög um opinbera starfsmenn þar sem þeir njóta meiri verndar og með mikil réttindi og eru í dag ekki með lægri laun. Það er svona spurning hver er að elta skottið á sér?

Stjórmálamenn setjast bara hvar sem er og lofa meiri útgjöldum. Það getur bara ekki verið verkefni okkar núna. Það getur heldur ekki verið verkefni okkar að það sé farið vel með fé hjá hinu opinbera að öllu leyti. Það er sorglegt að sjá víða að við förum ekki betur með fé. Og við verðum að viðurkenna það sem Sjálfstæðisflokkur að þarna getum við gert betur, hvort sem við lítum til millifærslukerfanna, bótakerfana, heilbrigðiskerfisins. Þessi kerfi taka langstærstu útgjöldin en þau má aldrei snerta. Vandinn er líka að fólk er að segja meiri útgjöld, meiri árangur, það fer ekki alltaf saman.“

Áslaug Arna segist hafa haft það prinsipp að þegar hún er að sameina stofnanir þá tryggi hún ekki öllum störf áfram. Það minnki yfirbyggingu að sameina. „Við þurfum að skoða þessi störf og vera óhrædd við að segja að kerfið sé ekki sjálfsagt eins og það er byggt upp í dag. Hvernig væri það ef við værum að byggja þetta upp í dag?“

Segist hún upplifa að langflestir ríkisstarfsmenn vilji losna undan lögum um opinbera starfsmenn. „Hver vill vinna á vinnustað þar sem er verið að reyna að reka þig en það er ekki hægt? Það vill engin venjuleg manneskja vinna á vinnustað þar sem allir eru óánægðir með þig.

Mörg verkefni finnst mér ekki eiga að vera á hendi ríkisins, með aukinni einkavæðingu værum við með færri ríkisstarfsmenn. Með aukinni sjálfvirknivæðingu og nýtingu gervigreindar hjá hinu opinbera þá gætum við farið að tala um einhverjar alvöru prósentur. Og það er vinna sem ég er með í gangi, fyrstu aðgerðaáætlun Íslands í gervigreind, bæði fyrir samkeppnishæft atvinnulíf en líka fyrir starfsemi hins opinbera og ég hlakka til að sjá hvað ég get kynnt í haust í þeirri vinnu. Þetta er forgangsverkefni hjá mér.

Segir hún að ekki hafi tekist að byggja upp traust á stjórnmálum. „Og ég held að það gerist þegar kerfið er farið að snúast um sjálft sig. Stjórnmálamenn segjast ætla að gera eitthvað, komast svo til valda og ná því ekki í gegn. Og fólk finnst stjórnmálamenn ekki ná nægum árangri og fast í hringiðu kerfisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Erna Hrund stýrir útflutningi á Collab

Erna Hrund stýrir útflutningi á Collab
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Samfylkinguna hafa fórnað grunngildum og svara gagnrýni með gaslýsingum og hroka – „Dapurleg örlög jafnaðarflokks“

Segir Samfylkinguna hafa fórnað grunngildum og svara gagnrýni með gaslýsingum og hroka – „Dapurleg örlög jafnaðarflokks“