fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Assange

Eyjan
Laugardaginn 6. júlí 2024 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægasti fangi heims er loksins laus. Julian Assange losnaði á dögunum úr bresku fangelsi og samdi við amerísk yfirvöld um takmarkaða játningu. Dramatísk saga fær sólskinsendi. Íslendingar hafa mikinn áhuga á máli Assange enda telst hann samkvæmt gamalli málvenju vera Íslandsvinur.

Fjölmargir fagna þessum málalokum á netmiðlum. Í fagnaðarlátunum gleymist einkennilegur söguþráður þessa handrits. Bandarísk yfirvöld vildu hafa hendur í hári hans vegna ásakana um ólöglegar uppljóstranir á fyrsta áratugi aldarinnar. Assange gaf þeim langt nef og baðaði sig í eigin frægðarsól.

Hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur konum á fyrirlestraferð í Svíþjóð árið 2010. Gefin var út ákæra en hann neitaði sök. Svíar vildu fá kappann framseldan en hann valdi að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvator í London. Þar dvaldi hann í 6 ár í sjálfskipuðu stofufangelsi til að þurfa ekki að svara til saka í Stokkhólmi eða Bandaríkjunum. Sendiráðið var umsetið blaðamönnum og lögreglu enda hélt hann reglulega blaðamannafundi á svölum hússins. Brot hans í Svíþjóð fyrndust en yfirvöld í Ekvator vildu ekki þennan óboðna og fyrirferðarmikla gest og vísuðu honum á dyr.

Hann var handtekinn og sat í ensku fangelsi í 5 ár meðan þvargað var um kröfu bandarískra yfirvalda um framsal. Þessi langa innilokunarsaga byrjaði því með flótta undan ásökunum tveggja sænskra kvenna um kynferðislega misbeitingu. Báðar þessar konur urðu fyrir hatrammri hatursorðræðu og netárásum og fóru huldu höfði um tíma. Aðdáendur Assange hafa ákveðið að gleyma þessum ásökunum enda kasta þær óneitanlega skugga á hetjuímynd stjörnublaðamannsins.

Á síðustu árum hafa margir tónlistar- og íþróttamenn á Íslandi verið sakaðir um kynferðisbrot. Netsamfélagið hefur sammælst um að fyrirgefa ekki neitt og trúa viðkomandi þolendum án fyrirvara. Þeir sr. Jón og Jón eru gjörólíkir menn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Gervistéttarfélagið „Vanvirðing“ er aðför að öllu launafólki á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
18.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
EyjanFastir pennar
15.01.2025

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar