fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Dagfari: Látum ekki koma fram við okkur eins og búfénað – eini ómöguleikinn er þegar þingið hlýðir ekki þjóðinni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. júlí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðin verður að sýna ráðamönnum að eini pólitíski ómöguleikinn í Evrópumálum sé að þjóðþingið skelli skollaeyrum við skýrum vilja þjóðarinnar, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut.

Hann segir það ekkert nýtt að ráðamenn og ráðandi öfl kúgi þjóðina, auðvelt sé að kúga eyþjóð eins og Íslendinga, sem ekki geti trítlað yfir landamæri heldur eigi ekki í nein önnur hús að venda. Fólkinu sé svo talin trú um að kúgunin sé í raun ekki kúgun, heldur því sjálfu fyrir bestu.

Ólafur segir sjávarútveg og landbúnað fara með valdið á Íslandi. Ofurhagnaður sjávarútvegsins í skjóli gjafakvótans sé notaður til að kaupa upp Ísland. Öll stærstu sjávarútvegsfyrirtækin séu komin út úr krónuhagkerfinu og standi til boða lánsfjármögnun á fjórðungi þeirra vaxta sem heimilum, fyrirtækjum og bændum, sem lokuð séu inni í krónuhagkerfinu, standi til boða.

Þá sé krónan verndarmúr sem verndi banka og tryggingafélög fyrir erlendri samkeppni og leiði til þess að fjármálafyrirtæki hagnist gífurlega á einokunarstöðunni sem þau séu í. Fjármálafyrirtækin maki krókinn á kostnað heimilanna í landinu og þeirra fyrirtækja sem sitji föst í krónunni.

„Svo koma helstu ráðamenn þjóðarinnar og sussa föðurlega ávítandi á hvern þann sem bendir á hið augljósa, að beinlínis er unnið gegn hagsmunum þjóðarinnar og samkeppnishæfni landsins með því að ríghalda í íslensku krónuna, sem gerir það að verkum að við Íslendingar borgum íbúðirnar okkar þrisvar, auk þess sem það er mismunun að sumir geti farið úr krónuhagkerfinu og aðrir ekki. Gjarnan eru þau rök notuð að sveigjanleiki krónunnar sé svo dýrmætur fyrir fólkið í landinu. Nýta megi hann til að koma í veg fyrir atvinnuleysi þegar illa árar. Sumir hafa jafnvel verið svo ósvífnir að halda því fram að krónan hafi bjargað okkur eftir hrunið en gæta þess vandlega að ræða ekkert um það að helsta ástæða hrunsins var hrun krónunnar í kjölfar ofriss. Hið algera efnahagshrun sem hér varð 2008 er nefnilega skýrasta birtingarmynd „sveigjanleika“ krónunnar. Líkjast til eiga fjölskyldurnar 10 þúsund sem misstu húsnæði sitt í hendur lánastofnana að vera hvað þakklátastar fyrir þessa blessuðu krónu og allan þennan dásamlega sveigjanleika.“

Ólafur segir að svona hafi þetta alltaf verið á Íslandi. Í raun megi líkja viðhorfum ráðamanna og ráðandi afla á Íslandi til almennings við viðhorfið sem tíðkist til búfénaðar. Dýrin verði að gefa eitthvað af sér, annað hvort vinnu eða afurðir, nema hvort tveggja sé. Ekki sé gott að búfénaður falli úr hor, slíkt sé ekki góð búmennska, en alger óþarfi sé að ofala stofninn.

Hann rifjar upp að hvers kyns innflutningshömlur, höft og verndartollar skertu lífskjör og lífsgæði íbúa Íslands á síðustu öld. Sem betur fer hafi Íslendingar notið þess að eiga stórhuga og framsýna stjórnmálamenn sem sáu og skildu að samfélagið varð að breytast, Ísland yrði að verða þjóð á meðal þjóða og besta leiðin til þess væri að auka og efla samstarf við aðrar þjóðir og þátttöku Íslands í samtökum annarra þjóða.

Meðal stjórnmálamanna 20. aldarinnar sem þetta skildu má nefna Bjarna Benediktsson eldri, Gylfa Þ. Gíslason, Þorstein Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson og, jú, Davíð Oddsson, áður en allt fór eins og það fór hjá honum. Án þessara manna væri Ísland tæpast aðili að NATÓ, EFTA eða EES og staða landsins og íslenskra neytenda væri mun daprari en nú er.

„Nú hefur skoðanakönnun Maskínu sýnt að meirihluti þjóðarinnar kallar eftir að næsta skref verði stigið. Meirihlutinn vill aðild að Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti kallar eftir því að þjóðin fái að kjósa um framhald aðildarviðræðna við ESB.

Bjarni Benediktsson yngri sagði á sínum tíma að það væri „pólitískur ómöguleiki“ að halda áfram aðildarviðræðum við ESB þegar ekki væri meirihluti fyrir því á þingi. Nú þarf þjóðin að stíga fram og sýna fram á að eini pólitíski ómöguleikinn er að meirihluti þjóðþingsins skelli skollaeyrum við skýrum vilja þjóðarinnar. Þjóðin þarf að stíga fram og gera ráðamönnum og ráðandi öflum grein fyrir því að hún lætur ekki framar koma fram við sig eins og búfénað.“

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG