fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Eyjan

Ný skoðanakönnun Maskínu: Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði um aðildarviðræður – meirihlutinn vill fulla aðild að ESB

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 13:16

Þorsteinn Pálsson telur að ekki sé lengur hægt að halda aðild að ESB fyrir utan dagskrá stjórnmálanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12-20. júní.

Samkvæmt könnuninni telja þrír af hverjum fjórum kjósendum, 74,2 prósent, að mikilvægt sé að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna fari fram á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu eru 54,3 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá telur 66,8 prósent landsmanna að hag heimilanna sé betur borgið með aðild að Evrópusambandinu.

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar, segir þessar niðurstöður sýna glögglega að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á þeirri skoðun að nauðsynlegt sé að taka aðild að ESB á dagskrá og útkljá málið.

„Þá er líka athyglisvert að skýr meirihluti þjóðarinnar telur hagsmunum Íslands, ekki síst heimilanna, best borgið með fullri aðild Íslands að ESB. Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar sýna að kjósendur ætlast til þess að stjórnmálaflokkarnir taki Evrópumálin á dagskrá, að umræðan um þessi mál verði tekin. Ég tel að enginn stjórnmálaflokkur geti skorast undan ábyrgð í þessum efnum, hver sem afstaðan er til aðildar,“ segir Jón Steindór.

Í Vísi kemur fram að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segi þessar niðurstöður mjög afgerandi en þær komi ekki á óvart, straumurinn hafi legið í þessa átt. Niðurstöðurnar gera það að verkum, að mati Þorsteins, að ekki sé lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna.

Þorsteinn telur enn fremur heppilegt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram fyrir næstu þingkosningar eða samhliða þeim þar sem næsta ríkisstjórn þurfi að fara í mikið endurreisnarstarf og marka stefnu fyrir Ísland og mikilvægt sé að sú ríkisstjórn viti frá fyrsta degi hver vilji kjósenda sé í þessu stóra máli.

Í samtalinu við Vísi segir Þorsteinn að þetta sé spurning um jöfn tækifæri, nú þegar fái útflutningsfyrirtækin að gera upp í evrum og aðild að ESB muni styrkja hag heimilanna.

„Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni

Þorsteinn Pálsson skrifar: Pælingar um raunsæi og bjartsýni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“

Lofar nýjum og betri Brynjari 2025 – „Ekki þjóðsaga að nefið stækki með hverri lygi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“

Efling segir SVEIT grípa í hálmstrá – „Geta þar sjálfum sér um kennt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn