fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Guðni Þór leiðir nýja vaxtar- og þróunardeild Ölgerðarinnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. júní 2024 16:19

Guðni Þór Sigurjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Þór Sigurjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður vaxtar og þróunar hjá Ölgerðinni, en þetta er ný deild hjá fyrirtækinu sem ætlað er að efla enn frekar viðskipta- og vöruþróun félagsins.  Guðni Þór hefur starfað hjá Ölgerðinni um langt árabil og veitti síðast forstöðu vöruþróunar- og gæðamálum fyrirtækisins, eins og segir í tilkynningu.

Ölgerðin hefur verið leiðandi í vöruþróun á matvæla- og drykkjarvörumarkaði og ætlar með þessu að setja enn meiri athygli á þennan þátt á kvikum og hröðum markaði. Stefna félagsins hefur verið skýr að sinna vöruþróun með öflugum hætti eins og fjölmargar nýjungar fyrirtækisins á síðustu árum bera vott um og má þar nefna COLLAB, Mist, Orku og Heiðu, fyrstu íslensku jurtamjólkina. Ölgerðin tekur nú enn eitt skrefið á þeirri vegferð með þessari ráðningu.

Guðni Þór, sem er með MBA frá HR og menntaður matvælafræðingur frá HÍ, hefur verið í fararbroddi í yfir 20 ár í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, bæði á Íslandi og erlendis.

„Ráðning Guðna í þetta nýja starf forstöðumanns vaxtar og þróunar sýnir svart á hvítu áherslu okkar á að gera nýsköpun og tengdum þáttum enn hærra undir höfði. Hann hefur í starfi sínu þróað margar okkar helstu vörur sem slegið hafa í gegn og það er okkur sönn ánægja að fá hann til að leiða þessa nýju deild,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

„Ég er afar spenntur fyrir nýja starfinu og þetta sýnir enn einu sinni hversu framsýnt og framsækið fyrirtæki Ölgerðarinnar er að setja upp deild sem þessa.  Sem forstöðumaður vaxtar og þróunar ber ég ábyrgð á vöruþróun, tækjaþróun og greiningu vaxta- og markaðstækifæra og ég hlakka til að starfa að þessu með því öfluga starfsfólki sem starfar hjá Ölgerðinni,” segir Guðni Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum