fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Körfuboltabullið

Eyjan
Laugardaginn 22. júní 2024 08:30

Óttar Guðmundsson, geðlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var um skeið í foreldrastarfi hjá Gróttu á Nesinu og seldi rósir í verslunarmiðstöðinni á Eiðsgranda til að fjármagna utanlandsferðir fimleikastúlkna. Íþróttahreyfingin var fjárvana og treysti á framlag foreldra og leikmanna til að geta haldið uppi eðlilegu starfi. Yngri landsliðin komast ekki á stórmót nema öll ættin kaupi rækjur eða lakkrískonfekt. Kvennadeildir félaganna lenda ítrekað í niðurskurði vegna fjárskorts. Þrátt fyrir ríflega opinbera styrki segist hreyfingin vera skítblönk eins og kirkjurotta.

Þetta stöðuga peningavæl stingur í stúf við ríkidæmi þeirra þegar kemur að erlendum leikmönnum. Körfuboltadeildir virðast hafa ótakmörkuð fjárráð til að greiða fyrir atvinnubótavinnu uppgjafaleikmanna austan hafs og vestan. Nýlega las ég að greitt væri á annan milljarð króna í laun og uppihald fyrir erlenda körfuboltamenn. Auk þess eru einhverjir íslenskir leikmenn á þokkalegum launum auk starfsmanna liðsins.

Ég horfði á dögunum á viðureign Vals og Grindavíkur í úrslitarimmu Íslandsmótsins í körfu. Fátt gaf til kynna að um keppni milla stráka úr Grindavík og Hlíðunum væri að ræða. Þjálfarar töluðu skrítna ensku í öllum leikhléum enda var meirihluti leikmanna erlendur. Íslensku leikmennirnir sátu á varamannabekknum með þreytulegan áhyggjusvip meðan áhugalausir útlendir málaliðar kepptu um titilinn.

Á sama tíma fækkar íslenskum leikmönnum hjá félögunum enda komast þeir ekki í lið fyrir þeim aðkeyptu. Þetta skilar sér í lakari árangri landsliða vegna þess að menn fá ekki nauðsynlega leikæfingu. Stjórnendur félaganna virðast einungis hafa eitt markmið í huga: að kaupa titilinn með nokkrum tveggja metra mönnum frá útlöndum. Á sama tíma geta félögin ekki sinnt eðlilegu uppeldisstarfi. Hvað ætla foreldrar að láta þessa dellu viðgangast lengi? Þessir ágætu hávöxnu uppgjafaleikmenn virðast sjaldnast vita hvað liðið heitir sem þeir spila fyrir enda skiptir það engu máli. Málaliðar berjast fyrir þann sem borgar best. Þetta má kalla drög að sjálfsmorði körfuboltadeildanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel

Steinunn Ólína skrifar: Ég trúi því að alheimurinn vilji okkur vel
EyjanFastir pennar
28.11.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá jöðrunum inn á miðjuna
EyjanFastir pennar
19.11.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
17.11.2024

Vandamál okkar eru léttvæg

Vandamál okkar eru léttvæg
EyjanFastir pennar
10.11.2024

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
EyjanFastir pennar
09.11.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna