fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Lítið lagðist fyrir kappana

Eyjan
Föstudaginn 21. júní 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að heldur hafi lítið lagst fyrir kjaftforu kappana í Sjálfstæðisflokknum sem hafa haft uppi mjög stór orð vegna framgöngu ráðherra Vinstri grænna við afgreiðslu hvalamálsins. Ekki hefur skort stórar yfirlýsingar, hótanir og gífuryrði vegna tafaleikja og tregðu til að þjóna hagsmunum Hvals hf. og Kristjáns Loftssonar, sem er einn af öflugustu bakhjörlum Sjálfstæðisflokksins í fjármálum um áratuga skeið. Fólk hefur fylgst með stórum yfirlýsingum Jóns Gunnarssonar, Óla Björns Kárasonar, Teits Einarssonar og Vilhjálms Árnasonar, en þeir eiga það m.a. sammerkt að fylla svokallað „fýlupokafélag“ þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Þeir fengu tækifæri til að láta til sín taka við afgreiðslu vantrauststillögu á Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur á Alþingi í gær. Vantraustið byggðist fyrst og fremst á stjórnsýslu Bjarkeyjar, tekið var undir harðorða gagnrýni margra þingmanna, ekki síst þeirra fjórmenninga sem hér eru nefndir. En þegar á hólminn var komið og þingmenn greiddu atkvæði á Alþingi runnu þeir allir á rassinn. Jón Gunnarsson lét nægja að sitja hjá sem ekki getur talist stórmannlegt eftir allar digurbarkalegu yfirlýsingarnar. Teitur Björn kom sér undan því að kjósa með því að fara í aðgerð en Óli Björn og Vilhjálmur Árnason sögðu nei við vantrausti – tóku sem sagt þátt í að verja ráðherrann vantrausti. Það er vitanlega hámark undirlægjuháttarins eftir allt sem á undan var gengið, bæði í fyrra og aftur núna.

Orðið á götunni er að þessi framganga þeirra félaga opni rækilega augu almennings fyrir því að ekkert er að marka stóryrði þeirra og þeir hugsa ekki um annað en að reyna að hanga á völdum í þessari ósamstæðu ríkisstjórn sem tapar stöðugt fylgi vegna sundurlyndis og vandræðagangs. Ekki mun hagur ríkisstjórnarinnar vænkast við þessa framgöngu. Sem kunnugt er mælir síðasta Gallup-könnun fylgi ríkisstjórnarinnar einungis 29 prósent. Allir flokkarnir hafa tapað miklu og Vinstri græn eru komin niður í 3.3 prósent. Flokkurinn er þannig í útrýmingarhættu enda bæði stjórnlaus og vonlaus um þessar mundir.

Þó svo að hinir yfirlýsingaglöðu í Sjálfstæðisflokknum hafi lyppast niður í dag hefur komið fram í fjölmiðlum að forysta Vinstri grænna er mjög sár og reið yfir því að Jón Gunnarsson hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um vantraustið í þinginu. Við hverju bjóst fólk eiginlega eftir alla gagnrýnina og stóru yfirlýsingarnar um lögbrot og óboðlega stjórnsýslu?

Orðið á götunni er að óeining hafi aldrei verið meiri innan þessarar ríkisstjórnar en núna og er þá langt til jafnað. Flokkarnir eru að koma sér fyrir í skotgröfum og undirbúa sig undir kosningar sem gætu orðið fyrr en ráðgert hefur verið – jafnvel fyrir lok þessa árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”