fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Eyjan

Sidekick Health kaupir þýska félagið PINK!

Eyjan
Þriðjudaginn 18. júní 2024 12:40

Tryggvi Þorgeirsson forstjóri Sidekick og Prof. Dr. Piu Wülfing stofnandi PINK! á HLTH-ráðstefnunni í Amsterdam

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sidekick Health,  sem þróar stafrænar heilbrigðismeðferðir til að bæta heilsu fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma, hefur fest kaup á þýska heilbrigðistæknifyrirtækinu PINK! sem hefur sérhæft sig í stuðningsmeðferðum fyrir fólk með brjóstakrabbamein. Með kaupunum breikkar Sidekick enn frekar vöruframboð sitt á sviði heilbrigðistækni.

Sidekick starfar einkum með alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum þar sem þjónusta fyrirtækisins hefur verið samþætt lyfjameðferðum, auk þess sem fyrirtækið vinnur með veitendum sjúkratrygginga í Bandaríkjunum. Markmið félagsins er að styðja við sjúklinga utan veggja heilbrigðiskerfisins, draga úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bæta meðferðarárangur. Lausnunum er ætlað virkja og styrkja fólk til að gera jákvæðar breytingar á lífsstíl og bæta heilsufar sitt og lífsgæði, auk þess að bjóða upp á fjartengingu og fjarvöktun sjúklinga.

Greindi frá kaupunum á einni stærstu ráðstefnu heims innan heilbrigðistæknigeirans

Í fréttatilkynningu kemur fram að Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og annar stofnenda Sidekick Health, hafi greitn frá kaupunum í morgun á HLTH-ráðstefnunni í Amsterdam, sem er ein sú stærsta  innan heilbrigðistæknigeirans. Tryggvi og Sæmundur Oddsson, sem báðir eru læknar, stofnuðu Sidekick fyrir 10 árum síðan til nýta nútímatækni til að bæta þjónustu við sjúklinga og stuðla að betri nýtingu fjármuna og starfsfólks í heilbrigðiskerfum heimsins.

„Kaupin á PINK! falla vel að stefnu okkar um að stórbæta heilbrigðisþjónustu í heiminum með því að nýta heilbrigðistæknilausnir. Með því að bæta við meðferðum PINK! og sem þau eru að þróa, aukum við verulega við þau meðferðarúrræði sem við getum boðið fólki sem er að kljást við krabbamein. Við hlökkum til samstarfsins við Prof. Dr. Piu Wülfing, kvensjúkdómalækni og stofnanda PINK! En hún er einn fremsti sérfræðingur Þýskalands í meðferð brjóstakrabbameins. Hennar öfluga teymi hefur þróað stuðningsmeðferð til að bæta útkomur hjá konum með brjóstakrabbamein,“ er haft eftir Tryggva.

Tryggvi tilkynnir um kaupin á ráðstefnunni

Heilbrigðistæknilausnir Sidekick Health hafa verið nýttar í starfi með tugþúsundum sjúklinga og hafa skilað margvíslegum ávinningi, svo sem um 40% færri komum á bráðamóttöku hjá fólki með krabbamein, 60% færri spítalainnlögnum vegna aukaverkana krabbameinslyfjameðferða og 25% minni einkennum hjá fólki með sjúkdóma eins og ristilbólgu.

Styrkja stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki í heiminum

PINK! hefur þróað lyfseðilsskylda heilbrigðistæknimeðferð við mildum og alvarlegum þunglyndiseinkennum hjá fólki með brjóstakrabbamein. Um er að ræða einu heilbrigðistæknimeðferðina sem hlotið hefur ótímabundið leyfi til að styðja við fólk með brjóstakrabbamein í Þýskalandi. Læknar geta ávísað meðferð fyrirtækisins og er hún að fullu endurgreidd af þýskum sjúkratryggingum. Þá hefur PINK! fleiri vörur í þróun til að styðja við fólk með fleiri tegundir krabbameina.

Með kaupunum styrkir Sidekick Health stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki á þessu sviði í heiminum í dag. Markmiðið með yfirtökunni á PINK! er halda áfram að auka framboð og dreifingu á vottuðum heilbrigðistæknilausnum í samvinnu við sjúkratryggingar, lyfjaframleiðendur og tryggingafélög í Evrópu og Bandaríkjunum.

Árlegur vöxtur í starfsemi Sidekick hefur verið um 80% að meðaltali síðustu ár og á félagið nú í samstarfi við fimm af tuttugu stærstu heilbrigðisfyrirtækjum heims sem nýta vörur félagsins. Má þar nefna stærsta sjúkratryggingafyrirtæki Bandaríkjanna og lyfjarisa eins og Eli Lilly og Pfizer. Meðferðum Sidekick er einnig ávísað reglulega af meira en 13 þúsund læknum.

Sameiginleg sérfræðiþekking fyrirtækjanna tveggja mun að mati stjórnenda þeirra skapa ný tækifæri á sviði stafrænnar meðferðar og fjölga þeim meðferðarúrræðum sem Sidekick getur boðið sjúklingum upp á. Starfsmenn PINK! bætast nú í öflugan hóp starfsfólks Sidekick sem eftir yfirtökuna verða hátt á þriðja hundrað með starfsstöðvar á Íslandi, í Þýskalandi og Bandaríkjunum.

Kaupin á PINK! koma í kjölfarið á vel heppnaðri yfirtöku Sidekick á þýska fyrirtækinu Aidhere GmbH í október síðastliðnum. Með þeim kaupum hófst innganga Sidekick á markað fyrir lyfseðilskyldar heilbrigðistæknimeðferðir en Aidhere hefur þróað meðferð sem nefnist Zanadio og er notuð til að styðja við fólk með offitu. Zanadio er mest ávísaða heilbrigðistæknimeðferð heims. Með kaupunum á PINK! er Sidekick að fylgja stefnu félagsins um áframhaldandi vöxt í stafrænum lækningum og breikkun vöruframboðs félagsins og þjónustu við æ fleiri markaði víða um heim.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Karl ráðinn aðstoðarforstjóri KAPP

Ólafur Karl ráðinn aðstoðarforstjóri KAPP
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formaður Neytendasamtakanna: Vextir lækka ekki nema skipt verði um hugmyndafræði hjá Seðlabankanum

Formaður Neytendasamtakanna: Vextir lækka ekki nema skipt verði um hugmyndafræði hjá Seðlabankanum