fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Pössum upp á Bjarna Ben

Svarthöfði
Mánudaginn 17. júní 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði hjó eftir því í vikunni að þegar þingmaður Pírata kvaddi sér hljóðs til að útskýra atkvæði sitt er greidd voru atkvæði um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ræddi hann allt annað mál en útlendingamál. Andrés Ingi Jónsson notaði tækifærið til að krefjast þess að lífvörður Bjarna Benediktssonar yrði fjarlægður úr þinghúsinu, fannst það víst vera einhver vanvirðing við þingið að lífvörður forsætisráðherra sæti í hliðarsal á meðan þingmenn gegna störfum sínum í þingsal.

Svarthöfði verður að viðurkenna að hann áttar sig ekki alveg á því hvað þingmanninum gengur til. Eru lífverðir eitthvað síðri en þingmenn? Er ekki mikilvægt að fyllsta öryggis sé gætt þegar líf og limir forsætisráðherra lýðveldisins eru í húfi. Og þess heldur þegar forsætisráðherrann er enginn annar en Bjarni Benediktsson.

Svarthöfði er nefnilega þeirrar skoðunar að Bjarni Benediktsson sé ómissandi maður og því sé mikilvægt að ekkert verði til sparað til að gæta hans vel. Bjarni hefur leitt Sjálfstæðisflokkinn í 15 ár og hefur enginn nema Ólafur Thors setið lengur á formannsstóli.

Stjórnmálaferill Bjarna er um margt merkilegur. Honum hefur tekist að halda Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn í 11 ár af þessum 15, sem er nokkuð gott, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að í síðustu þingkosningum áður en Bjarni tók við formennskunni var flokkurinn með tæplega 37 prósent fylgi en hefur síðan tapað fylginu, kannski ekki jafnt og þétt og línulega, en það er komið niður í 18 prósent núna. Það verður að teljast vel af sér vikið að halda flokki nær samfellt í ríkisstjórn á meðan helmingur fylgisins hverfur.

Ef marka má þá þróun sem birtist í skoðanakönnunum á þessu kjörtímabili er fylgistapi Sjálfstæðisflokksins hvergi nærri lokið. Áhugavert verður að sjá hvort Bjarna Benediktssyni tekst að halda Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn jafnvel þegar fylgið sígur niður fyrir 15 prósentin, sem gæti orðið fyrr en varir.

Svarthöfði telur það bera vott um skammsýni að vilja ekki varðveita Bjarna Benediktsson sem lengst á formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Formennska hans er orðin stórmerkileg samfélagsleg tilraun. Núna er flokkurinn siginn niður í 18 prósent og hann loksins orðinn forsætisráðherra (þessir nokkrir mánuðir árið 2016 telja vart – telst það með ef forsætisráðherrann situr ekki yfir áramót?). Hvar endar þetta og hvernig?

Í ljósi þess að fylgið sem týnist af Sjálfstæðisflokknum fer á einhverja aðra flokka hlýtur það enn fremur að teljast pólitísk skammsýni að fárast yfir því að ekki sé vel passað upp á formann sem hefur helmingað fylgi Sjálfstæðisflokksins á aðeins 15 árum.

Svarthöfði segir því: Pössum upp á Bjarna Ben.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?

Svarthöfði skrifar: Verður offitan Trump ofurefli?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar
EyjanFastir pennar
04.01.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
04.01.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
EyjanFastir pennar
23.12.2024

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
EyjanFastir pennar
22.12.2024

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Björn Jón skrifar: Að festast í gíslingu ofstækisfólks