fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Eyjan
Laugardaginn 15. júní 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Breiðfjörð rímnaskáld dvaldist á Grænlandi á fjórða áratug 19du aldar. Hann skrifaði bók um landið, fólkið og norræna landnema. Sigurður dáðist mjög að sósíalisma Grænlendinga varðandi hval- og rostungsveiðar. Öllu var skipt jafnt og veiðimaðurinn fékk ekki meira en aðrir. Þessu var Breiðfjörð ekki vanur í sínum heimahögum.

Hvalveiðar hafa alltaf verið deiluefni á Íslandi. Bæði í Fóstbræðrasögu og Grettissögu eru langar frásagnir um hvalreka sem varð að ágreiningi. Þorgeir Hávarsson drap höfðingjann Þorgils Másson vegna deilna um hvalskurð og sama gerði Grettir Ásmundsson. Jöfnuður gagnvart gæðum náttúrunnar væri óhugsandi á Íslandi, sagði Breiðfjörð í ferðabók sinni.

Enn er rifist um hvalveiðar Íslendinga. Úti í heimi nýtur hvalurinn gífurlegrar virðingar og samúðar enda talinn hafa mannsvit og vera í útrýmingarhættu. Efnt hefur verið til fjölmennra mótmæla á Austurvelli gegn hvalveiðum og alls konar misrétti.

Hvalveiðar voru bannaðar í fyrra af tilfinningalegum ástæðum. Þær eru leyfðar í sumar en ákvarðanatakan dróst svo mjög á langinn að ekki verður hægt að manna skipin eða stöðvarnar. Stórsnjöllum ráðherrum VG hefur því tekist að bæði leyfa og banna hvalveiðar í sömu andránni. Kristján Loftsson má veiða en getur það ekki. Aðdáendur hvala geta andað léttar þegar þessi krúttlegu dýr fá að synda óáreitt um úthöfin. Þetta er mikil snilld enda reynt að gera bæði hvalveiðimönnum og andstæðingum hvalveiða til hæfis. Þetta hefði Siggi Breiðfjörð kallað sósialistískan jöfnuð. En laun heimsins eru tómt vanþakklæti. Allir eru ósáttir og bálreiðir með þessa stjórnsýslu ráðherrans nema hvalirnir sem sleppa frá skutlum hvalskipanna. Vandamál VG er að hvalir skuli ekki hafa kosningarétt. Þeir geta því ekki þakkað flokknum lífgjöfina með því að bjarga honum sjálfum frá yfirvofandi útrýmingu í næstu kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Megas áttræður
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti