fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Eyjan

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. júní 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi er að störfum og á dagskrá þingsins í dag er á um þriðja tug mála. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í morgun á umræðum um fundarstjórn forseta þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu harðorðar athugasemdir við skort á samráði um dagskrá þingsins en ætlunin er að í dag verði síðasti þingfundur fyrir sumarleyfi. Einna heitast í hamsi var Loga Má Einarssyni þingflokksformanni Samfylkingarinnar sem sneri sér að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og beinlínis æpti á hann. Gramdist Loga mjög að Bjarni sást hlæja og brosa að orðræðu þingmanna stjórnarandstöðunnar og sagði Bjarna gera enn á ný þing og þjóð að athlægi. Bjarni kom upp í ræðustól skömmu síðar og las yfir hausamótunum á þingmönnum stjórnarandstöðunnar og sagði ekkert nema þvælu koma frá þeim.

Logi sagði í upphafi ræðu sinnar að ríkisstjórnin væri hvorki lifandi né dauð og við það þyrfti þingheimur að sætta sig. Sagði hann að þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar óskuðu eindregið eftir því að þingflokksformenn stjórnarflokkanna kölluðu þá til samráðs um skipulag þingstarfanna:

„Þetta er farið að stappa nálægt dónaskap hvernig er komið fram við helming þingheims.“

Að hlæja í myndavél

Síðan vék Logi talinu að Bjarna sem sat í sæti forsætisráðherra skáhallt fyrir aftan ræðustól þingsins en sætið og sá sem situr í því sést vel í myndavél þeirri sem beint er að ræðustólnum:

„Ofan í það situr hæstvirtur forsætisráðherra hérna og hlær að ræðumönnum í myndavél og það er ekki í fyrsta skipti sem að hæstvirtur forsætisráðherra á þessu ári hefur gert þjóðina og þingið að athlægi.“

Horfði Logi beint á Bjarna þegar hann lét þessi orð falla og hækkaði róminn svo mjög að ekki er annað hægt að segja en að hann hafi æpt. Logi hélt síðan áfram:

„En í guðanna bænum getum við hist og farið yfir málin. Það er ekkert að því að vera starfandi hérna fram eftir mánuðinum og jafnvel inn í næsta mánuð. En í guðanna bænum segið okkur hvað er á seyði. … Við getum ekki búið það að vera haldið í algerri óvissu vegna þess að hæstvirtur forsætisráðherra er algjörlega getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman.“

Erfitt að verjast hlátri

Á meðan reiðilestri Loga stóð mátti sjá Bjarna gefa merki um að hann óskaði eftir að vera settur á mælendaskrá. Þegar röðin kom að honum svaraði hann Loga og stjórnarandstöðunni allri fullum hálsi. Hann viðurkenndi það fúslega að hafa hlegið að ræðum stjórnarandstöðuþingmanna:

„Það er erfitt að verjast hlátri þegar menn koma upp í ræðustól Alþingis með viðlíka þvælu og fundardagskráin byrjar hér á í dag. Að það sé eitthvað áhyggjuefni að við ætlum að ræða útlendingalögin hér í dag.“

Frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga er á dagskrá þingsins í dag. Bjarni sagði það eitt af stærri málum ríkisstjórnarinnar og það væri komið á lokametrana. Hann vísaði þeim orðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna á bug að mikilvægara væri að ræða fjármálaáætlun en útlendingafrumvarpið:

„Er mönnum alvara að bjóða upp á aðra eins þvælu hér. Svo eru menn hissa að maður skuli brosa í kampinn og spyrja sig hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna. Þessir ofnotuðu frasar um að ríkisstjórnin sé búin með erindi sitt og svo framvegis. Staðreyndin er sú að þingstörfin ganga ágætlega. Við erum að fara að klára uppistöðuna af þeim þingmálum sem liggja fyrir þinginu. Það eina sem keur í veg fyrir það er málþóf og ræðuhöld um fundarstjórn forseta.“

Logi kom síðar aftur upp í ræðustól og ítrekaði óánægju sína með hegðun Bjarna:

„Ég minni formann Sjálfstæðisflokksins á að hann er forsætisráðherra allrar þjóðarinnar og ef honum finnst það sæmandi því starfi að sitja hérna flissandi eins og ofdekraður smástrákur. Þá er það auðvitað hans vandamál.“

Myndbönd af reiðilestri Loga og andsvari Bjarna má sjá hér fyrir neðan.

video
play-sharp-fill
video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur

Áslaug skipar skrifstofustjóra á síðasta degi ríkisstjórnarinnar – Bjarni vanhæfur
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra

Orðið á götunni: Ríkisstjórnarskipti á morgun – Viðreisn fær fjóra ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið

Viðreisn fái fjármálaráðuneytið og utanríkismálin – Inga Sæland fylgi hjartanu og taki félagsmálaráðuneytið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn

Steinunn Ólína skrifar: Litla saklausa jólabarn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu

Íslenskt fyrirtæki gerir samkomulag í Sádí-Arabíu um þróun vottunarkerfis fyrir kolefnisbindingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“

Gagnrýna tíðar hækkanir á ofurlaunum borgarfulltrúa – „Af hverju gildir hið sama ekki um örorkubætur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið

Björn Jón skrifar: Tímabært að gera upp við landsdómsmálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar

Orðið á götunni: Hrun Vinstri grænna og Katrínar á sér skýringar
Hide picture