fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 16:15

Seinagangur Bjarkeyjar við að heimila hvalveiðar er tilefni vantrautstillögunnar. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra heimilað Hval hf. að stunda veiðar á langreyðum. Bjarkey segir það sína persónulega skoðun að ekki eigi að heimila veiðarnar en segir hendur sínar bundar ekki síst vegna laga um hvalveiðar frá 1949 sem enn eru í gildi. Þegar forveri hennar Svandís Svavarsdóttir bannaði veiðarnar tímabundið komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að bannið bryti í bága við þessi lög. Samtök dýraverndunarsinna segja það orðið ljóst að bráðnauðsynlegt sé að afnema lögin. Þar sem þessi 75 ára gömlu lög hafa komið í veg fyrir að ráðherrarnir hafi getað bannað veiðarnar eins og þeirra vilji stóð til er ekki úr vegi að gera nánari grein fyrir þeim.

Lögin eru ekki löng, alls 10 greinar, og hefur verið breytt fimm sinnum, síðast 2012.

Í fyrstu grein laganna segir:

„Rétt til að stunda hvalveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, eins og hún er ákveðin í reglugerð nr. 299 15. júlí 1975, til að landa hvalafla, þótt utan þeirrar landhelgi sé veitt, og til að verka slíkan afla í landi eða í fiskveiðilandhelgi Íslands, hafa þeir einir, er fengið hafa til þess leyfi ráðuneytisins. Slík leyfi má aðeins veita aðilum er fullnægja skilyrðum til að mega stunda fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Áður en leyfi er veitt, skal ráðherra leita umsagnar Hafrannsóknastofnunar.“

Í lögunum eru ýmsar takmarkanir til dæmis má ekki veiða kálfa hvala og ráðherra getur sett reglugerð sem bannar veiðar á tilteknum tegundum hvala og hvölum undir tiltekinni lágmarksstærð með hliðsjón af alþjóðasamningum um hvalveiðar sem Ísland sé eða kunni að gerast aðili að.

Takmarkanirnar sem dugðu ekki til banns

Í 4. grein laganna eru ýmis ákvæði um takmarkanir sem ráðherra getur sett með reglugerð. Hann getur bannað hvalveiðar á tilteknum svæðum, takmarkað veiðar við ákveðinn tíma árs, takmarkað heildarveiðimagn, veiðimagn ákveðins fyrirtækis, leiðangurs eða landstöðvar, takmarkað veiðibúnað, bannað íslenskum ríkisborgurum og þeim, sem heimilisfang eiga á Íslandi, að taka þátt í hvalveiðum, sem ekki eru háðar jafnströngum fyrirmælum og þeim, sem á Íslandi gilda og loks getur ráðherra með reglugerð sett hvers konar önnur ákvæði, sem talin eru nauðsynleg vegna þátttöku Íslands í alþjóðasamningum um hvalveiðar.

Í áliti umboðsmanns Alþingis, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að bann Svandísar Svavarsdóttur þáverandi matvælaráðherra við veiðum Hvals hf. á langreyðum, hefði brotið í bága við þessi lög um hvalveiðar segir meðal annars að sú ályktun verði ekki dregin af alþjóðlegum reglum að veiðar á langreyðum bæri að banna á ákveðnum tímum eða mögulega fyrir fullt og allt á grundvelli dýravelferðarsjónarmiða. Reglugerð Svandísar hefði því ekki getað helgast af því markmiði að með einhverjum hætti væri verið að innleiða alþjóðleg viðmið um mannúðlegar veiðar.

Einnig er í álitinu tekið fram að ekki sé hægt að fallast á að skýra bæri b-lið 4. greinar laganna um hvalveiðar, sem reglugerðin sótti einkum stoð sína til, til samræmis við alþjóðlegar reglur um mannúðlegar veiðar þannig að ráðherra gæti á slíkum grundvelli bannað veiðar tímabundið. Í þessum b-lið 4. greinar laganna segir að með reglugerð geti ráðherra takmarkað hvalveiðar við ákveðinn tíma árs.

Sagði umboðsmaður ennfremur í álitinu að ljóst sé að lögin um hvalveiðar hafi velferð dýra ekki að meginmarkmiði en í lögunum kemur ekkert fram um að gæta þurfi sérstaklega að því að hvalveiðar séu framkvæmdar með einhverjum sérstökum hætti í þágu dýravelferðar. Það má eflaust skýra með því að hugmyndir um dýravelferð hafi ekki verið jafn áberandi í samfélagslegri umræðu og í dag.

Umboðsmaður sagði að þegar ráðherra nýtti sér heimildir sínar samkvæmt lögum um hvalveiðar hafi hún ekki getað litið fram hjá markmiðum þeirra laga. Við útgáfu reglugerðar sem bannaði veiðarnar hefði ráðherrann ekki tekið tillit til markmiða laga um hvalveiðar og heldur ekki leitast við að samþætta þau sjónarmiðum um velferð dýra. Þar af leiðandi hafi bann ráðherrans skort stoð í áðurnefndri 4, grein laganna um hvalveiðar eins og sú grein yrði skýrð með hliðsjón af markmiðum sínum, lagasamræmi og grunnreglum stjórnskipunarréttar um vernd atvinnuréttinda og atvinnufrelsis.

Segja lögin úrelt – Brot varða sektum í gullkrónum

Hin ýmsu samtök sem láta sig dýravernd varða hafa gagnrýnt að veiðar Hvals hf. verði nú heimilaðar. Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að þar sem matvælaráðherra segi hendur sínar bundar af lögum um hvalveiðar frá 1949 sé sú krafa sambandsins að afnema lögin eða breyta þeim til nútímahorfs ítrekuð. Sambandið segir lögin löngu úrelt. Er í yfirlýsingunni skorað á Alþingi og stjórnvöld að ganga í það að afnema lögin.

Það er líklega til marks um aldur laganna um hvalveiðar frá 1949 að samkvæmt 10. grein þeirra varða brot gegn lögunum og reglugerðum eða ákvæðum leyfisbréfa settum samkvæmt þeim sektum allt frá 2.000 til 40.000 gullkrónum. Í ákvæðinu er vísað til laga nr. 4 frá 1924 um að miða við gullkrónur sektir fyrir landhelgisbrot. Í þeim lögum segir að í dómi eða sætt skuli ákveða jafngildi gullkrónanna í íslenskum krónum eftir gengi þann dag er sektin hefur verið ákveðin.

Þingflokkur Pírata, auk þigmanna úr Samfylkingunni, Flokki fólksins og Viðreisn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður meðal annars á um að lög um hvalveiðar frá 1949 og lögin frá 1924 um gullkrónusektir verði felld úr gildi. Frumvarpinu var vísað til atvinnuveganefndar þingsins í september síðastliðnum og þar er það enn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni