fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Kaldar kveðjur að gera Katrínu að blóraböggli – „Sumt verður aldrei tekið til baka“

Eyjan
Miðvikudaginn 5. júní 2024 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna, segir að Vinstri græn (VG) hafi gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hreyfingin geti ekki gefið meiri afslátt. Þetta sagði hún í samtali við Vísi ásamt því að gera fyrirvarar um frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir VG senda fyrrverandi formanni sínum, Katrínu Jakobsdóttir, kaldar kveðjur um hæfileika hennar til að gera málamiðlanir, en Katrín hafi ekki verið eini fulltrúi flokks síns í ríkisstjórn eða á þingi en hún eigi samt ein að bera ábyrgð á öllum þessum málamiðlunum.

Kaldar kveðjur

Hann skrifar á Facebook:

„Kaldar kveðjur sem fyrrverandi formaður flokksins fær um hæfileika sína til að gera málamiðlanir. Einnig veltir maður því fyrir sér hvort almennir þingmenn eða grasrót hafi ekkert um þær málamiðlanir að segja og beri því ekki einhverja ábyrgð á þessu.

Því ber samt að fagna að þetta sé viðurkennt. Hingað til hefur þessum vanda verið þverneitað. Vandinn er kannski að vandinn er enn til staðar. Nú eru þinglok í gangi þar sem alls konar málamiðlanir eru gerðar og gagnrýni t.d. umboðsmanns barna er víst bara misskilningur.“

Sara Oskarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segir alla stjórnarliða VG bera ábyrgð. Katrín hafi kannski farið fyrir hópnum en allir þingmenn VG. hafi staðið með ákvörðunum hennar. Hún skrifar í athugasemd við færslu Björns:

„Allir stjórnarliðar hafa staðið með ákvarðanatöku KJ fram að þessu. Þau bera að sjálfsögðu ábyrgð og ættu að sjá sóma sinn í að gangast við henni. Þessi ákvarðanataka er búin að hafa áhrif á líf fjölmargra! Og sumt verður aldrei tekið til baka. Þau ættu svo að prófa smá auðmýkt og iðrun í framhaldi af þessu.“

Sara bætti við að stjórnarliðar VG hafi gert meira en bara staðið með ákvörðunum Katrínar heldur beinlínis varið þær með kjafti og klóm. Nú sé annað hljóð í strokkinn því það styttist í kosningar og VG mælist með svo lágt fylgi að þau eigi á hættu að falla út af þingi.

„Þá þykjast menn hafa ræktað hjá sér samvisku“

Bara einn sopa í viðbót

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason segir greinilegt að merkja að nú megi þingmenn Vinstri Grænna tala með frjálsari hætti en þegar Katrín var í forsætisráðuneytinu. Hann vísar til umræðu Gústavs Adolfs Bergmann Sigurbjörnssona, Sunnu Valgerðardóttur, starfsmanns þingflokks VG, og Stefáns Pálssonar, varaborgarfulltrúa VG í Rauða borðinu á Samstöðinni í gær.

„Það er greinilegt að fólk hefur nú meira málfrelsi en áður, og bara gott að heyra þennan tón úr VG, maður skilur hann allavega“

Við þessa athugasemd Hallgríms bætir Sara við að þegar fólk hafi ekkert lengur þá hafi það engu að tapa.

Halldór Auðar Svansson, fyrrum borgarfulltrúi og varaþingmaður Pírata, tekur undir með Birni og segir orð Jódísar hljóma eins og tal manneskju með fíknisjúkdóm. Hún tali um að nóg sé komið af málamiðlunum en nefnir á sama tíma enn eina málamiðlunina.

„Þetta er nú pínu eins og alkatal. Bara einn sopa í viðbót af eftirgjöf og svo er það búið. Í sama viðtali fjallar Jódís um hvernig hún er nýbúin að taka þátt í að afgreiða enn eitt útlendingafrumvarpið úr nefnd. Ekki nema VG finnist í alvörunni að þessi málasflokkur skipti engu máli. Það má svo sem líka vera.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð