fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Friðjón segir fullyrðingar Steinunnar minna á Qanon – „Mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Þórhallsson um myndina á klúbbnum“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 5. júní 2024 15:00

Slagurinn er harður á milli Friðjóns og Steinunnar Ólínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og meðlimur í kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur, svarar færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur frá því í gær. Segir hann málflutning Steinunnar Ólínu trumpískan og minna á samsæriskenningarnar í Qanon.

„Ég hef hingað til kosið að leið hjá mér Trumpískan óhróður sem Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með um mig og Katrín Jakobsdóttir þarf líka að þola, en nú ber í bakkafullan lækinn,“ segir Friðjón í langri færslu á Facebook.

Er þetta svar við færslu Steinunnar Ólínu frá því í gær, sem DV gerði grein fyrir, þar sem hún sagði kosningabaráttu Katrínar Jakobsdóttur hafa verið rætna og ráðist hafi verið að öðrum frambjóðendum. Einkum Baldri Þórhallssyni og Höllu Hrund Logadóttur.

Beindi Steinunn spjótum sínum meðal annars að fréttamönnum RÚV, Stefáni Einari Stefánssyni hjá Spursmálum, menningarpáfum og áðurnefndum Friðjóni Friðjónssyni.

Katrín upplýst um allt

Friðjón segist ekki hafa verið kosningastjóri Katrínar eins og Steinunn haldi fram. Hann hafi gengið til liðs við framboðið þremur vikum eftir að það hófst.

„Þar með er ég ekki að víkja mér undan ábyrgð, alls ekki. Kosningabarátta Katrínar var að mínu mati mjög vel skipulögð, skemmtileg og heiðarleg. Frambjóðandinn var upplýstur um allt sem við gerðum. Enda var mikið af reyndu fólki sem kunni að vinna saman þar um borð. Þetta var „drama-minnsta“ kosningabarátta sem ég hef tekið þátt í,“ segir Friðjón. „Auðvitað eru alltaf einhver ef og hefði tilvik en þetta var ein best framkvæmda kosningabarátta sem ég hef tekið þátt í og þrátt fyrir mjög ólíkar pólitískar skoðanir þá eru kynni mín af fólkinu sem vann að kjöri Katrínar þannig að ég myndi glaður vinna eitthvað verkefni með þeim aftur.“

Qanon

Segir Friðjón fullyrðingar Steinunnar minna á Qanon samsæriskenningaheiminn vestanhafs og að enginn stýri fjölmiðlum landsins á bak við tjöldin.

Sjá einnig:

Steinunn Ólína gerir upp kosningabaráttuna – Halla hafi verið sú eina sem stóð upprétt eftir „aðfarir dauðasveitar Katrínar“

„Ég get sagt að mér fannst það á mörkunum þegar Stefán Einar Stefánsson spurði Baldur Þórhallsson um myndina á klúbbnum. En svo svaraði spurningunni Baldur ákaflega vel og þar með var það mál dautt og kjaftasögurnar líka,“ segir Friðjón. „Það voru önnur svör í þeim þætti sem vöktu spurningar sem urður framboði Baldurs erfið.“

Það sama hafi gilt um viðtalið við Höllu Hrund.

„Ég held að ef hún hefði bara sagt mea culpa í viljayfirlýsingarmálinu í stað þess að svara óskýrt þá hefðu fjölmiðlar haft litla hvata til þess að fylgja því eftir eins og þeir gerðu. Þetta eru blaðamennska og almannatengls 101,“ segir hann.

Fjölmiðlar séu í þeim bransa að búa til efni sem fólk vilji sjá og þar með skapa sér auglýsingatekjur. Þetta eigi Steinunn Ólína sem fyrrverandi ritstjóri frjáls fjölmiðils að vita.

„Trúir því einhver í alvöru að Morgunblaðið og RÚV hafi tekið saman höndum að rægja ákveðna frambjóðendur?“ spyr Friðjón.

Búllýismi frambjóðenda

Steinunn nefndi það í sinni færslu að ellefu frambjóðendur hefðu viljað hafa seinni kappræðurnar á RÚV eins og þær fyrri. Katrín ein hafi ekki vilja skrifa undir það. RÚV hafi hins vegar haft þáttinn tvískiptan.

„Það er síðan áhyggjuefni þegar frambjóðendur ætla að hlutast til um umfjöllun fjölmiðla, líkt og Steinunn Ólína og aðrir frambjóðendur reyndu að gera. Búllýisminn í þeirri aðgerð er á mörkum þess að vera aðför að frelsi fjölmiðla og ég varð feginn þegar Katrín sagðist treysta RÚV til að ráða,“ segir Friðjón. „Fyrstu kappræðurnar, þar sem allir mættu voru skemmtilegar og hefði alveg mátt endurtaka. En við viljum ekki að frambjóðendur eða valdhafar setji fjölmiðlum stólinn fyrir dyrnar um hvernig þeir eigi að hafa sinni umfjöllun. Það er grundvallarmál í sjálfstæði fjölmiðla.“

Trumpísk vinnubrögð

Þrátt fyrir að Friðjón sé ósammála Steinunni Ólínu um flest, segist hann geta tekið undir með henni að kosningabaráttan hafi verið skaðræðisleg og ómerkileg.

„Sú „grimmd og heift og frekja“ beindist hinsvegar að Katrínu Jakobsdóttur og stuðningsmönnum hennar. Uppnámið og árásirnar sem t.a.m. Vilhjálmur Birgisson, Bubbi Morthens og Sveinn Rúnar Hauksson urðu fyrir þegar þeir lýstu stuðningi við Katrínu voru með þeim ógeðfelldari sem ég hef séð í þjóðmálaumræðu,“ segir hann. „Það er áhyggjuefni ef lærdómurinn af þessum forsetakosningum verður að eineltishrottaviðbrögð elti alla sem vilja taka þátt í þjóðmálaumræðu vegna þess að viðkomandi þóknast ekki agnarsmáum hópi sem nýtur stuðnings 0.64% þjóðarinnar.“ En það er fylgið sem Steinunn fékk í forsetakosningunum.

Segir hann að „trumpísk“ vinnubrögð sem þessi, það er að slengja fram óhróðri og fá athygli fólks hafi virkað vestanhafs fyrir 8 árum. Vonandi nái þau ekki fótfestu hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd

Segir fréttir af fylgistapi Flokks fólksins stórlega ýktar því Maskína og fjölmiðlar gleymi mikilvægri staðreynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum

Katrín, Reimar og Salvör endurvekja félag frá sjötta áratugnum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG