Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir nýafstaðnar forsetakosningar brjóta blað. Nokkur atriði hafi fellt Katrínu Jakobsdóttur.
„Þessar kosningar munu verða kennsluefni í kosningahegðun. Sjaldan hafa kjósendur kosið jafn taktískt; þeir kusu nánast eins og skoðanakannanir væru fyrri umferð kosninganna en kosningarnar sjálfar seinni umferðin,“ segir Sveinn Andri. En fleiri hafa nefnt nákvæmlega þennan punkt, meðal annars rithöfundurinn Illugi Jökulsson í grein á Heimildinni.
Sveinn Andri segir að Katrín sé frambærileg kona og undir venjulegum kringumstæðum hefði hún vel geta orðið forseti. Orsakanna sé ekki að leita í óánægju Vinstri grænna heldur dæmigerðri hegðun kjósenda í forsetakosningum um að kjósa gegn hinum ráðandi völdum.
„Aðallega tvennt varð Katrínu að falli og gátu tug milljóna styrkir útgerðarinnar þar engu bjargað:
Nefnir Sveinn að Baldur Þórhallsson hafi verið sterkur framan af í kosningabaráttunni. Hann hafi hins vegar verið sjálfum sér verstur með yfirlýsingum. Þá hafi Halla Hrund Logadóttir komist á mikið skrið en skrímsladeildinni hafi tekist að veikja hana með sífelldum neikvæðum fréttum.
„Fyrir vikið og með vel skipulagðri kosningabaráttu fór Halla T á siglingu og kom sér í þá stöðu sem bæði Baldur og Halla Hrund hefðu getað verið í, að vera sá frambjóðandi í könnunum sem helst gæti veitt Katrínu og kerfinu keppni,“ segir Sveinn Andri. „Tölurnar sýna að rúmlega 10% kjósenda færðu sig frá Baldri og Höllu Hrund yfir á Höllu T í kjörklefanum.“