fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Sigmar segir Friðjón kasta grjóti úr glerhúsi – „Það komu þrír frambjóðendur mjög sterklega til greina hjá mér síðustu dagana“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2024 15:00

Sigmar og Friðjón kusu ekki það sama.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, kasta steinum úr glerhúsi með ummælum sínum á kosninganótt. Friðjón er dyggur stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur og tók þátt í kosningabaráttu hennar.

Friðjón beindi spjótum sínum að vinstrimönnum sem hefðu kosið taktískt. Sagði Friðjón:

„Hópar vinstri manna hafi ákveðið að kjósa fyrrverandi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem forseta. Það verður gaman að heyra í Gunnari Smára og Steinunni Ólínu og þeim félögum öllum.“

Sigmar segir þessi ummæli koma úr harðri átt. Í ljósi þess í hvaða flokki hann er.

„Þetta sagði Sjálfstæðismaðurinn Friðjón Friðjónsson í nótt. Hann, ásamt fjölmörgum flokksfélögum sínum og Framsóknarmönnum, kaus fyrrverandi formann VG sem vill Ísland úr NATÓ. Í því ljósi hljóta tilvitnuð orð að vera eitt skemmtilegasta grjótkastið úr glerhúsi Valhallar liðna kosninganótt,“ segir Sigmar á samfélagsmiðlum. „Glerhúsin voru reyndar mjög víða í kosningabaráttunni. Eins og alltaf er.“

Góð niðurstaða

Segir hann að nákvæmlega þetta geri forsetakosningar áhugaverðar. Það er að gamlar víglínur flokka riðlist og ólíklegasta fólk fari að rugla saman reitum. Þetta sé ekki slæmt heldur hollt fyrir lýðræðið.

„Niðurstaða kosninganna er ekki síst að fólk vill fjarlægð á milli stjórnmálanna og forsetaembættisins. Að minnsta kosti í þetta sinn. Það finnst mér skiljanleg og góð niðurstaða,“ segir Sigmar. „Mér finnst ekki gott að málskotsréttur forseta sé hjá fyrrverandi forsætisráðherra sitjandi ríkisstjórnar. Það samræmist ekki mínum hugmyndum um valddreifingu og aðhald með stjórnvöldum. Með fullri virðingu fyrir Katrínu sem er mjög merkilegur og farsæll stjórnmálamaður.“

Hefði getað úllendúllendoffað

Að mati Sigmars er Halla Tómasdóttir ótvíræður sigurvegari og efast hann ekki um að hún verði góður forseti. Býst hann við því að efasemdafólk taki hana fljótt í sátt. Hún hafi tífaldað fylgi sitt á aðeins einum mánuði, sem sé magnaður árangur.

Þá nefnir Sigmar bæði Jón Gnarr og Ásdísi Rán sem aðra sigurvegara kosninganna, hvor á sinn hátt. Þau hafi verið skemmtilegust allra frambjóðenda.

„Áhugavert fannst mér að grínistinn Jón Gnarr skildi betur en aðrir frambjóðendur að forsetaembættið er áhrifastaða fremur en mikil valdastaða,“ segir Sigmar. „Hann var sá eini sem brilleraði í lokaþættinum á RÚV.“

Sigmar segir að framboð Baldurs hafi verið öflug og gagnleg mannréttindabarátta. Sumir hafi ekki áttað sig á því að á Íslandi sé þingræði en samt náð einhverju fylgi.

„Það er mikið talað um taktíska kosningu. Ég held hins vegar að flestir Íslendingar hafi vel getað hugsað sér fleiri en einn og jafnvel fleiri en tvo á Bessastöðum úr þessum fjölbreytta hópi sem bauð sig fram. Í því ljósi er flakk á milli frambjóðenda skiljanlegt á síðustu metrunum,“ segir Sigmar að lokum. „Það komu þrír frambjóðendur mjög sterklega til greina hjá mér síðustu dagana. Jón Gnarr, Baldur og Halla Tómasdóttir. Valkvíði. Ég ákvað mig endanlega í kjörklefanum í Hlíðaskóla og kaus Höllu. Hefði allt eins getað úllendúllendoffað, svo vel leist mér á þau öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar