Kappræður forsetaframbjóðanda hófust á RÚV kl. 19.40 í kvöld. Umræðunum í kvöld er skipt í tvo hluta.
Í fyrri hlutanum mætast sex efstu frambjóðendurnir miðað við könnun Gallup í dag og í síðari hlutanum mætast hinir sex sem mælast með undir 5% fylgi. Í seinni hlutanum mættu því Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason.
Fyrsta spurningin sem beint var til frambjóðenda var: „Hvað er að á Íslandi?“
Ástþór fékk fyrstur að svara og lét ekkert stoppa sig í að svara eins og hann vildi, þrátt fyrir að þáttastjórnendur reyndu að stoppa hann í að svara því sem spurt var um.
Núna hefst alvöru skemmtunin #forseti24
— Ólafur Jóhann (@olafur_johann) May 31, 2024
Ástþór er mættur til að vera með LÆTI #forseti24
— Birkir (@birkirh) May 31, 2024
Nú byrjar veislan. Samanlagt fylgi þessara frambjóðenda er minna í prósentutölu en Egils Gull #Forseti24
— Maggi Peran (@maggiperan) May 31, 2024
Ekkert chill hjá Ástþóri, 0-100 á 0.1 #forseti24
— Óskar Árnason (@Angurvaki) May 31, 2024
Takk Ástþór…þetta er almennilegt rant
aldrei hætta #forseti24— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) May 31, 2024
Sagði Ástþór að frambjóðendur hefðu verið boðaðir í kappræður, en hér færu engar kappræður fram. Honum hefði ekki gefist færi á að eiga umræðu við Katrínu Jakobsdóttur, sem væri farin á braut. „Þetta heitir ekki kappræður, heldur RÚV ræður.“ Sagði hann að þyrfti mann á Bessastaði sem þorir að grípa í taumana, kalla þurfi stjórnvöld á Bessastaði og gera þeim grein fyrir að þau hafi brotið lög. Aðspurður um hvort þetta væri ekki hræðsluáróður sagði hann þáttastjórnendum að fara og skoða erlenda miðla.