fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Eyjan

Eiríkur ætlar ekki að kjósa fyrrum nemanda sinn – „Er mér það lífsins ómögulegt“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. maí 2024 12:30

Eiríkur Rögnvaldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins mikið og ég vildi geta kosið minn gamla og góða nemanda Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn er mér það lífsins ómögulegt. Fyrir því eru nokkrar ástæður en þær hafa ekkert með manneskjuna Katrínu að gera og mér finnst persónulegar árásir á hana til skammar. Ég trúi öllu því góða sem ég les og heyri um hana og tek undir það – sumt af því þekki ég af eigin raun en annað er vitnisburður fólks sem ég þekki og treysti. Hún hefur líka gert margt gott í starfi forsætisráðherra – stuðningur hennar við lög um þungunarrof og kynrænt sjálfræði var t.d. mjög mikilsverður. Ég er ekki heldur í vafa um að hún myndi standa sig vel í forsetaembætti og vera Íslandi til sóma. En það er bara ekki nóg,“

segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, í færslu á Facebook.

Segir Eiríkur að honum finnist óheppilegt, „svo að ekki sé sagt ótækt og ósiðlegt, að fara beint úr forsætisráðherrastól í forsetaembætti.“ Og segir hann að þau fordæmi sem Katrín og stuðningsfólk hennar hefur nefnt fyrir slíku erlendis frá séu alls ekki sambærileg, ýmist gömul frá því að stjórn- og þjóðfélagsskipan var með öðrum hætti en nú, eða frá ríkjum þar sem staða og eðli forsetaembættisins er allt annað en hér. 

„Auðvitað er ekkert í lögum eða stjórnarskrá sem bannar Katrínu að bjóða sig fram, en það liggur fyrir að verði hún forseti mun hún fá til staðfestingar lög sem byggjast að einhverju leyti á störfum ríkisstjórnarinnar meðan hún veitti henni forystu, og sem jafnvel voru undirbúin í ráðuneyti hennar. Samkvæmt stjórnsýslulögum er starfsmaður vanhæfur hafi hann tekið þátt í meðferð máls á lægra stjórnsýslustigi, og þótt stjórnsýslulög gildi ekki um forseta Íslands er ljóst að þetta ákvæði var ekki sett þarna að ástæðulausu.“

Meginástæðan að hann getur ekki kosið Katrínu

Eiríkur víkur næst að meginástæðunni þess að hann getur ekki veitt Katrínu atkvæði sitt.

„Meginástæðan fyrir því að ég get ekki kosið Katrínu er þó aðgerða- og afstöðuleysi hennar og ríkisstjórnar hennar í málefnum Palestínu. Ég efast ekkert um að hún styðji sjálf palestínsku þjóðina af heilum hug en það er ekki nóg – hún gat sem forsætisráðherra talað miklu ákveðnar. Það þýðir ekkert að segja alltaf bara að Sjálfstæðisflokkurinn hafi forræði yfir utanríkismálum. Skýrt dæmi þar sem Katrín hefði getað tekið afstöðu en gerði það ekki er í viðtali við Ríkisútvarpið eftir að utanríkisráðherra stöðvaði greiðslur til UNWRA. Þar var hún spurð einfaldrar já/nei spurningar, hvort hún væri sammála ákvörðun utanríkisráðherra. Hún hefði vel getað sagt „Nei, ég er ekki sammála, en þessi ákvörðun er á valdi utanríkisráðherra“ – en hún gerði það ekki, heldur kaus að vera með málalengingar sem sögðu ekki neitt. Miklu fleiri dæmi mætti nefna þar sem rödd Íslands hefði þurft að heyrast skýrar. Og nú hefur forsetaframboð Katrínar orðið til þess að helsti bandamaður hennar er orðinn forsætisráðherra og bætir hressilega í skömm Íslands í þessu máli,“ segir Eiríkur.

Andstaðan við framboðið meiri en hann áttaði sig á

Segir hann að við þetta bætist að augljóslega er andstaða við framboð Katrínar meiri en hann hafði áttað mig á. 

„Mér sýnist andstaða margra byggjast á sömu rökum og ég hef tilfært en ýmislegt fleira kemur til, misjafnlega málefnalegt. Það gæti farið svo að forseti yrði kosinn með innan við 30% atkvæða, sem er töluvert lægri tala en það hlutfall kjósenda sem alls ekki vill fá Katrínu í embættið. Það væri óheppilegt og ekki til þess fallið að sameina þjóðina ef svo mikil andstaða væri við nýkjörinn forseta. Það hefur verið vísað til þess að Vigdís Finnbogadóttir hafi aðeins verið kosin með rúmum þriðjungi atkvæða og mikil andstaða hafi verið við hana í byrjun en hún hafi fljótt náð að sameina þjóðina. En sú andstaða var allt annars eðlis og ekki eins djúprætt og andstaðan við Katrínu sem ég er ekki viss um að hyrfi strax yrði hún kosin.“

Aðrir góðir kostir í boði

Eiríkur segir að sem fer séu aðrir góðir kostir í boði þegar kemur að því að kjósa frambjóðanda í embætti forseta. 

„Ég held að Halla Tómasdóttir gæti orðið góður forseti þótt ég myndi hika við að kjósa hana vegna fortíðar hennar hjá Viðskiptaráði. Ég gæti vel kosið Jón Gnarr, og mér finnst mjög freistandi að kjósa Baldur Þórhallsson þó ekki væri nema vegna þeirra sterku skilaboða sem fælust í því að fá hommahjón á Bessastaði. En ég ætla að kjósa Höllu Hrund Logadóttur. Hún kemur vel fyrir, er ung en býr samt yfir fjölbreyttri og mikilvægri reynslu á innlendum og erlendum vettvangi. Ég treysti henni til að gegna forsetaembættinu með sóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“