fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Skítabombur þá og nú

Svarthöfði
Þriðjudaginn 28. maí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er áhugamaður mikill um pólitík og kosningar, ekki hvað síst forsetakosningar. Hann kættist því mjög er Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir í áramótaávarpi sínu að hann hygðist axla sín skinn eftir aðeins átta ár í embætti forseta Íslands. Ekki svo að skilja að Svarthöfði gleðjist yfir brottför Guðna sem slíkri, enda hefur Guðni á allan hátt verið hinn þægilegasti forseti.

Það eru nefnilega komandi forsetakosningar sem kæta geð Svarthöfða. Fátt er skemmtilegra en snörp kosningabarátta þar sem misjöfnum meðulum er beitt og þeim mun göróttari eftir því sem kosningarnar nálgast og útlit fyrir tvísýn úrslit.

Svarthöfða er í fersku minni er „ÓHÁÐIR ÁHUGAMENN UM FORSETAKJÖR 1996“ birtu nokkrar heilsíðuauglýsingar í Morgunblaðinu dagana fyrir kjördag 1996 með alls kyns ávirðingum á hendur Ólafi Ragnari Grímssyni. Þessar auglýsingar flokkuðust undir það sem í daglegu máli er kallað skítabomba. Skemmst er frá því að segja að „óháðu áhugamennirnir“ riðu ekki feitum hesti frá þessu uppátæki. Skítabomban sprakk beint fram í þá sjálfa og Ólafur Ragnar jók fylgi sitt um fimm prósentustig meðan á ófrægingarherferðinni stóð en Pétur Hafstein, hans helsti keppinautur, tapaði fylgi.

Ekki er með öllu laust við að Svarthöfði telji sig sjá glitta í merki þess að Morgunblaðið og mbl.is hafi tekið að sér skítabombuhernað fyrir fyrrverandi forsætisráðherra í yfirstandandi kosningabaráttu. Aðfarir blaðsins, fyrst gegn Baldri Þórhallssyni og síðan Höllu Hrund er þau gerðu sig líkleg til að ógna sigri frambjóðanda Morgunblaðsins, vöktu víðtæka athygli.

Og nú er runnin upp síðasta vikan. Þá gerist það að kvikmyndagerðarmaður úr hópi stuðningsmanna Baldurs sakar Höllu Hrund um að hafa tekið ófrjálsri hendi myndskeið til að nota í auglýsingu. Þá er eins og við manninn mælt að mbl.is stekkur til og birtir frétt þar sem ásakanirnar eru settar fram staðreyndir séu. Nokkrum klukkustundum síðar gefur Mogginn í og birtir framhaldsfrétt. Vísir stökk líka til og birti frétt um málið.

Framboð Höllu Hrundar greindi strax frá því að myndskeiðið hefði verið keypt frá alþjóðlegum myndabanka. Í morgun birtist svo afsökunarbeiðni frá framboði Höllu Hrundar. Í ljós hafði komið að klippara sem hlóð niður myndskeiðinu hafði láðst að haka í réttan reit fyrir birtingu í sjónvarpi, mistök sem búið var að lagfæra. Jafnframt birti framboðið kvittun fyrir greiðslu til myndabankans, dagsetta 29. apríl.

Svarthöfði tók eftir því að Vísir var snöggur til og birti afsökunarbeiðnina, ásamt skýringunni og kvittuninni. Málið dautt.

Nú í eftirmiðdaginn birtist ný „frétt“ um þetta á mbl.is þar sem gefið er í og snúið út úr afsökunarbeiðni og skýringum framboðsins. Svarthöfði getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort virkilega sé svo komið á mbl.is, að ekki skuli hafa það er sannara reynist heldur hitt sem ósatt er. Helgar máski tilgangurinn meðalið? Kannski treysta Moggamenn því að skítabomban þeirra nú springi í aðra átt en sú sem sprakk framan í „óháðu áhugamennina“ 1996.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ísland, NATO og varnarsamningurinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn

Sigmundur Ernir skrifar: Nú drepa þeir tvo fyrir einn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur

Óttar Guðmundsson skrifar: Herra langveikur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Göngugrindahlaup

Óttar Guðmundsson skrifar: Göngugrindahlaup
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um hvað snýst bandalag?
EyjanFastir pennar
28.02.2025

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum

Steinunn Ólína skrifar: Ayahuasca og andleg reynsla á Landspítalanum
EyjanFastir pennar
27.02.2025

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið

Svarthöfði skrifar: Gamla Sovétið leggur hægrinu lið