fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – full aðild að ESB er betri en aðild að EES

Eyjan
Föstudaginn 24. maí 2024 16:30

Arnar Þór Jónsson Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert eftirlit er með innleiðingu evrópsks réttar hér á landi, heldur er innleiðingin eins og á bremsulausu færibandi. Bókun 35 getur komið í hausinn á okkur síðar verði hún innleidd hér á landi. Arnar Þór Jónsson segir að skárra væri og heiðvirðara ef Ísland væri fullgildur aðili að Evrópusambandinu vegna þess að í EES hefur Ísland engin áhrif á þær reglur sem við erum skuldbundin til að innleiða hér á landi. Innan ESB hefðu við þó rödd, þótt veikburða væri. Arnar Þór er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Arnar Þór - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Arnar Þór - 4.mp4

„Í fyrsta lagi það sem þú nefnir um Evrópusambandið. Mér sýnist það bara vera alveg ljóst að sex þingfulltrúar á þingi mörg hundruð fulltrúa Evrópusambandsins væru mjög hjáróma, fyrir utan það að þing Evrópusambandsins er mjög veik stofnun. Það er eitt,“ segir Arnar Þór.

„Hitt er það að mér þætti það þó skárri tilverugrundvöllur, ég skal bara viðurkenna það, það væri þó skárri og heiðvirðari tilvera íslenska lýðveldisins að vera þó þátttakandi í einhverjum skilningi þó að við værum veik og máttvana heldur en að vera í þessu hlutverki sem við höfum verið í síðustu árin innan EES því að við erum í rauninni að innleiða hér í miklum mæli erlendan rétt án þess að hafa minnstu áhrif á það hvers efnis hann er. það er bara, í lýðræðislegu samhengi grafalvarlegt mál. Þess vegna hefur Bretum aldrei dottið í hug að fara inn í EES. Sú hugmynd, ég hef séð hana koma upp í Bretlandi og hún hefur bara verið slegin út svona 10 mínútum seinna vegna þess að þeir segja: Þetta er ekki okkur bjóðandi, við erum lýðræðisþjóð og við sættum okkur aldrei við þá stöðu sem Norðmenn og Íslendingar hafa kosið sér, og Liechtenstein, aldrei.“

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ106_NET_ArnarThor.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ106_NET_ArnarThor.mp4

Varðandi bókun 35 segir Arnar Þór það vissulega vera rétt að bókunin eigi aðeins við um tilskipanir og aðrar EES reglur sem Alþingi Íslands hafi þegar lögleitt, en ekki að erlendar reglur hafi forgang umfram íslensk lög. „En staðreyndin er þessi. Það eru engar bremsur á kerfinu eins og þetta er, engar. Ég hef tekið þessa myndlíkingu, ég hef farið víða um land síðustu vikurnar, ég hef horft inn í fiskvinnslusali víða um landið, ég hef séð færiböndin þar sem þúsund þorskar mokast inn, og ég sé að það er mannskapur sem stendur við færiböndin í frystihúsunum og fiskvinnslunum og er að taka skemmdu eintökin af en það er ekkert eftirlit á Íslandi, þetta eru bremsulaus færibönd, og hafa verið það í 30 ár, svo að staðan eins og ég sé fyrir mér er að einn daginn, á sama tempói og við erum á núna með þessari hröðu innleiðingu og eftirlitslausu innleiðingu.

Allt í einu vöknum við upp einn daginn og erum búin að setja höfuðið okkur í snöru, hvort sem það varðar afsal á yfirráðum okkar yfir auðlindum okkar eða einhvers konar slys á sambærilegum mælikvarða þar sem menn gætu bara sagt, ja, þetta var slys, við höfum að vísu skrifað upp á það með innleiðingu á þessu bókunarfrumvarpi að lög ESB gangi framar og við eigum erfitt með að vinda ofan af því vegna þess að það myndi þýða skaðabótaskyldu gagnvart íslenska ríkinu vegna þess að erlendir aðilar eru búnir að fjárfesta hérna á þessum forsendum.

Þetta er svo alvarlegt mál að það er ekkert hægt að tala um þetta eins og það sé einhvers konar raunverulegt eftirlit. það er ekki til staðar.“

Hægt er að hlusta þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“
Hide picture