fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Hvers vegna varð Gunnar Thoroddsen ekki forseti Íslands?

Eyjan
Föstudaginn 24. maí 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðdraganda forsetakosninga árið 1968 var almennt gert ráð fyrir því að Gunnar Thoroddsen, fyrrum borgarstjóri og fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, yrði valinn til að taka við embætti forseta Íslands. En það fór á annan veg en gert hafði verið ráð fyrir. Gunnar sagði af sér embætti fjármálaráðherra árið 1965 og gerðist sendiherra Íslands í Danmörku. Hann vildi með því sýna þjóðinni þá virðingu að stíga ekki beint út úr átakastjórnmálum yfir í forsetaframboð og hélt því til Kaupmannahafnar tæpum þremur árum áður en til forsetakjörs kom á Íslandi.

Orðið á götunni er að þetta hafi verið virðingarvert skref hjá Gunnari og fleiri stjórnmálamenn mættu læra af honum hvað varðar háttsemi og virðingu við kjósendur. Áður en Gunnar bauð sig fram til embættis forseta Íslands varði hann doktorsritgerð og hlaut doktorsnafnbót sem vitanlega styrkir þann í sessi sem gegnir svo stóru verkefni sem forsetaembættið er. Það hlýtur einnig að styrkja forseta í embætti að hafa búið erlendis og stundað nám erlendis eins og Gunnar hafði gert. Allir forsetar Íslands hingað til hafa búið, starfað eða lært erlendis. Það ætti að vera lágmarkskrafa því heimalningur á forsetastóli verður einungis vandræðalegur.

En Gunnar Thoroddsen var ekki óumdeildur maður, þrátt fyrir óvenjulega mikinn glæsileika og stórkostlegan feril. Hann var kjörinn á Alþingi einungis 23 ára að aldri, varð prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, tók svo við stöðu borgarstjóra í Reykjavík og er trúlega farsælasti borgarstjóri sögunnar. Vinsældir hans voru gríðarlegar. Hann gegndi svo embætti fjármálaráðherra í farsælli Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokksins. Gunnar var tengdasonur fráfarandi forseta.

Áhrifamiklir sjálfstæðismenn sættu sig ekki við að Gunnar yrði kjörinn forseti landsins. Sumir þeirra mátu það þannig að hann hefði brugðist flokknum þegar hann studdi tengdaföður sinn í forsetakosningum árið 1952. Spyrja má hvort ekki megi gera ráð fyrir að fólk standi með sínum nánustu þegar mikið liggur við. Gunnar valdi það.

Kunnir frekjukarlar í Sjálfstæðisflokknum réðu ráðum sínum. Í merkilegri ævisögu Péturs Benediktssonar, sem var bróðir Bjarna forsætisráðherra, sendiherra, bankastjóri Landsbankans og þingmaður, segir frá því þegar vinur hans, Ragnar Jónsson í Smára, bókaútgefandi og menningarpostuli, hitti Pétur og sagði:

„Ég líð það ekki að Gunnar Thoroddsen telji sjálfsagt að ganga í þetta embætti með sína blettóttu fortíð og hátignarkomplex. Ef þú vilt standa með mér, þá ræður það úrslitum.“

Þeir félagar studdu Kristján Eldjárn til embættis forseta. Hann var kjörinn með 65 prósenta fylgi og reyndist farsæll forseti í 12 ár – laus við þann klafa sem bein pólitísk tengsl hljóta að vera í þessu embætti.

Hátignarkomplex er flott orð yfir það þegar fólk sem þegar gegnir hárri stöðu telur sér fært að sækjast eftir enn meiri virðingarstöðu eins og það sé sjálfsagt og fullkomlega eðlilegt þrátt fyrir „blettóttan“ feril og margvísleg vandkvæði eins og til dæmis augljóst vanhæfi í aðkomu að mikilvægum málum.

Sagan kennir okkur að afar óheppilegt er að rugla saman flokkapólitík og embætti forseta. Sá sem verður fyrir valinu þarf að hafa hreint borð.

Orðið á götunni er að viss líkindi séu með forsetaframboði Katrínar Jakobsdóttur núna og framboði Gunnars Thoroddsen árið 1968 þegar Kristján Eldjárn vann yfirburða sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni