fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Við erum ekki sama krúttsamfélag og 1980

Eyjan
Fimmtudaginn 23. maí 2024 13:30

Arnar Þór Jónsson Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gamli tíminn, úrelt hugmynd, að forseti eigi að sitja greiddur og strokinn og skrifa undir allt sem að honum er rétt. Arnar Þór Jónsson segir spillinguna hér á landi blasa við, innviðir landsins á borð við heilbrigðiskerfi, menntakerfi og samgöngukerfi hangi á bláþræði. Hann segir við hafa hugmynd um okkur sem krúttsamfélag, sem sé tímaskekkja, kannski hafi það verið svo að hluta til árið 1980 en alls ekki í dag. Arnar Þór er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á þáttinn sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Arnar Þór - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Arnar Þór - 3.mp4

Hvernig meturðu það, forseti sem er í sífelldum átökum við pólitíkina, sífelldum átökum við þingmeirihlutann, getur hann sinnt hlutverki sínu sem sameiningartákn þjóðarinnar?

„Já, við eigum alls konar sameiningartákn á Íslandi. Við eigum íslenska fánann, við eigum landið okkar, við eigum fjöll og dali, við eigum þennan glæsilega, fallega himinn okkar og við eigum þjóðsönginn og margt annað,“ segir Arnar Þór.

„Einn maður á erfitt með að vera sameiningartákn. Hann er bara af holdi og blóði, ég er ef holdi og blóði. Við erum svona með einhverja hugmynd, Íslendingar, að við séum svona krúttsamfélag, það sé allt svo krúttlegt, við séum svo saklaus og óspillt og svona. Mér finnst leiðinlegt að segja þetta, Ólafur, en ég held að það blasi við að sú heimsmynd, sem var hugsanlega að einhverju leyti sönn árið 1980, hún er það ekki í dag,“ segir Arnar Þór.

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ106_NET_ArnarThor.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ106_NET_ArnarThor.mp4

Arnar Þór segir pólitíska spillingu blasa við öllum sem vilji sjá hana. „Vinargreiðarnir og vinavæðingin og klíkuskapurinn úti um allt samfélag. Við sjáum að innviðirnir hanga bara á bláþræði. Kerfin okkar eru að bregðast; heilbrigðiskerfið, menntakerfið, samgöngukerfið – það er allt á bláþræði. Við getum ekki bætt þetta með því að ætla að vera krútt og við þurfum í raun og veru alvöru rökræðu. Ég er ekki að segja að það eitt að geta verið í rökræðu við hinn pólitíska meirihluta hverju sinni þurfi að þýða eitthvað uppnám eða vinslit eða eitthvað svona, margir af mínum bestu vinum eru menn sem ég er ekkert endilega sammála í pólitík.

Það að forseti eigi alltaf að sitja greiddur og strokinn inni á Bessastöðum og Staðastað og skrifa undir allt sem að honum er rétt, þetta er gamli tíminn. Þetta er bara úrelt hugmynd um forsetaembættið, þetta er búið, við getum ekki leyft okkur þetta lengur.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund
Hide picture