Fyrr í kvöld fóru fram kappræður þeirra sex forsetaframbjóðenda sem efstir eru í skoðanakönnunum á Stöð 2. Eins og yfirleitt er gert nú á dögum við slík tækifæri ræddi sá hluti þjóðarinnar sem virkur er á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) kappræðurnar á þeim vettvangi. Sýndist sitt hverjum en DV tók saman nokkur dæmi um það sem þau sem lögðu orð í belg höfðu að segja um kappræðurnar.
Þessi kjósandi var ósátt við svör Arnars Þórs Jónssonar við spurningum um þungunarrof.
Þungunarrof er heilbrigðisþjónusta Arnar Þór, og varðar mannréttindi og öryggi kvenna út um allan heim. Ekki eitthvað siðferðislegt, né trúarlegt álitamál. Gtfoh. #forseti24
— Helga Sigrún (@heilooog) May 16, 2024
Annar kjósandi tók undir þetta.
Arnari Þór virðist vera umhugað um öll mannréttindi sem ná ekki til líkama kvenna #forseti24
— Jónas Tryggvi (@jonastryggvi) May 16, 2024
Einn kjósandi taldi skýrt hvaða frambjóðendur hefðu staðið sig best.
Sigurvegari kvöldsins: Jón
Kjóll kvöldsins: Kata
Hendur kvöldsins: Halla Hrund
Bindi kvöldsins: Arnar
Klútur kvöldsins: Halla T
Næla kvöldsins: Baldur#forseti24— Kolbeinn Karl 🧯 (@KolbeinnKarl) May 16, 2024
Þessi kjósandi varpaði fram nýstárlegri hugmynd.
Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti? Ástþór fyrstur, svo við öðlumst heimsfrið. Viktor næstur, svo að framkvæmda- og löggjafarvaldið verði nú örugglega aðskilið. Og svo koll af kolli.
Svo höldum við bara áfram.#forseti24— Margeir (@margeir) May 16, 2024
Talsvert var rætt eftir kappræður frambjóðendanna á RÚV um handahreyfingar Höllu Hrundar. Það breyttist ekki í kvöld.
Halla Hrund: Ég ætla að ríghalda í púltið í kvöld og sjá hvort fylgið taki ekki stökk.
Fyrsta spurning
Halla Hrund: 👐🙌🙏👋🤙☝️✋👈🫴🤞🫸🙌👊🖖🫱🫲👋🤏#forseti24
— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) May 16, 2024
Sumir áhorfendur vildu fá að vita meira um fortíð frambjóðenda í skemmtanalífinu sem var lítillega rædd í kappræðunum.
Það helsta sem hægt er að gera fyrir ungt fólk núna er að leyfa Jóni Gnarr að klára söguna af hinsegin barnum í New York#forseti24
— Óðinn Andrason (@OdinnAndrason) May 16, 2024
Annar vildi einnig fá ítarlegri upplýsingar um þennan lið.
Fyrst við erum að ræða djammið. Hafa frambjóðendur farið á Búálfinn í Breiðholti? #Forseti24
— Maggi Peran (@maggiperan) May 16, 2024
Baldur Þórhallsson bar framboð sitt talsvert saman við framboð Vigdísar Finnbogadóttur í kappræðunum og það fór ekki framhjá þessum glögga fréttamanni.
Er Baldur búinn að stela Vigdísi frá Höllu Hrund? Ætli hann nefni hana fimmta sinni? #forseti24
— Jakob Bjarnar (@JakobBjarnar) May 16, 2024
Eins og áður segir fengu aðeins sex af 12 frambjóðendum að taka þátt í kappræðunum. Það var lítið rætt þegar á hólminn var komið en það var helst Arnar Þór sem gerði athugasemd við það og þakkaði Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem er ein af þeim frambjóðendum sem ekki var boðið að taka þátt, honum fyrir það á Facebooksíðu sinni. Viktor Traustason fékk ekki heldur að vera með og sumir áhorfendur söknuðu hans.
Ég sakna Viktors og nýja uppáhalds slagorðsins míns
“Kjósið mig bara”#forseti24
— Ingveldur Anna (@ingvelduranna97) May 16, 2024
Viktor hafði áður greint frá því að hann myndi samt taka þátt í kappræðunum, með aðstoð samfélagsmiðla, og svara öllum sömu spurningum og lagðar voru fyrir þá frambjóðendur sem fengu að vera með. Hann var meðal annars virkur á X í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að ein spurningin sem lögð var fyrir frambjóðendur væri óþörf.
2. Hvað er forsetaembættið í mínum augum?
Óþarfa spurning. Fyrsti kafli stjórnarskrár fjallar um embættið og skilgreinir það.
Forseti stefnir saman Alþingi svo það geti starfað, skrifar undir lög til þess að þau fái gildi og skipar ráðherra svo hægt sé að framkvæma. #Forseti24
— Viktor Traustason (@ViktorTrausta) May 16, 2024
Eins og þeir frambjóðendur sem fengu að taka þátt var Viktor hreinskilinn þegar kom að spurningum um fyrri þátttöku í skemmtanalífinu.
3. Hef ég verið á útihátíð þar sem fólk kelar?
Ég hef verið á Þjóðhátíð í eyjum, frönskum dögum á Fáskrúðsfirði og Hróarskeldu.
… Það heyrist á milli tjalda. #Forseti24
— Viktor Traustason (@ViktorTrausta) May 16, 2024