fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Eyjan
Miðvikudaginn 15. maí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátttaka og samstaða eru lykilatriði sem gera okkur kleift að nýta tækifærin til að framtíðarkynslóðir geti notið landsins ekki síður en við sem hér erum nú. Halla Hrund Logadóttir tekur fyrirtækið Örnu á Vestfjörðum sem dæmi um starfsemi sem byggst hefur upp úr nánast engu í að vera mikilvæg stoð í sínu byggðarlagi og styðja við aðrar atvinnugreinar. Halla Hrund er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

[

Eyjan - Halla Hrund - 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Halla Hrund - 1.mp4

„Ég get sagt þér að mér fannst svo frábært dæmi að heimsækja fyrirtæki eins og t.d. Örnu, fyrirtæki sem byggist upp út frá því að vera hugmynd, sem fæddist bara við eldhúsborð, nánast eins og þetta hérna, og er í dag 40 manna fyrirtæki sem er að þjóna samfélaginu en er líka að flytja út vörur. Ég held að svona gróska sýni okkur líka hversu mikilvægt það er að hafa góða innviði, fyrirtæki og starfsemi um allt land krefst þess að við séum með sterka og góða innviði,“ segir Halla Hrund.

Hún bendir á þetta sýni okkur hve miklar tengingar séu milli mismunandi atvinnugreina. „Þessi starfsemi hefur áhrif á landbúnað á svæðinu. Þessi starfsemi hefur líka áhrif á það hvort fólk flytji aftur heim þannig að það er svo margt sem helst í hendur eins og maður sér svo vel í svona frábærum dæmum.“

Hér er þátturinn í heild:

Eyjan: Halla Hrund Logadóttir
play-sharp-fill

Eyjan: Halla Hrund Logadóttir

Nú eru Vestfirðir orðnir mikið fjölmenningarsamfélag. Þú hefur líka kynnst því.

„Já, það sýnir okkur, held ég, hversu mikilvægt það er að forsetaembættið dragi saman ólíka þræði og hjálpi okkur að efla þátttöku og samvinnu af því að það eru þau gildi sem munu koma okkur inn í framtíðina og líka þau gildi sem hafa byggt upp íslenskt samfélag. Mér finnst svo áhugavert, ef við erum að spegla við hvar við erum í dag, að þá erum við með svo ríka sögu af því hvernig landið okkar byggðist upp í gegnum þátttöku og samstarf. Það er mjög áþreifanlegt á Vestfjörðum þar sem við höfum mjög öflugan sjávarútveg og ferðaþjónustu í mikilli sókn o.s.frv. En það er líka sagan okkar í gegnum jarðhitavæðinguna, rafvæðinguna, það er sagan okkar þegar við horfum á það hvernig íþróttahreyfingin byggðist upp í gegnum ungmennafélög um allt land,“ segir Halla Hrund.

Hún segir söguna um þátttöku og samstöðu lýsandi fyrir það á hverju við höfum byggt okkar samfélag. „Ef við erum að horfa á það sem fram undan er, t.d. tækniþróun, við erum að horfa á fjölbreyttara samfélag, þá skiptir svo miklu máli að við séum að þétta raðirnar og horfa á það hvernig við ætlum að nýta þessi ótrúlegu tækifæri sem Ísland hefur til þess að byggja upp sterkt land sem framtíðarkynslóðir, ekki síður en við sem sitjum hér, geta notið.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar

Hreinsanir halda áfram hjá Sýn – Yfir­maður aug­lýsinga­mála stígur til hliðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu

Þingmaður Miðflokksins er Íslandsmeistari í bekkpressu
Hide picture