fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra

Eyjan
Sunnudaginn 12. maí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og ríki eigi friðsamlega samvinnu sín á milli. Halla Hrund Logadóttir er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Hringbraut í aðdraganda forsetakosninga. Hún segir Ísland hafa hlutverki að gegna í tað tala fyrir friði og að hún muni sem forseti Íslands þjónað fólkinu í landinu með því að beita þeirri rödd sem embættið hefur til að magna tækifærin um allt land. Hún talar um að hlúa að auðlindum hugvits og náttúru og efla menningu og grósku í landinu. Hægt er að nálgast þáttinn hér á Eyjunni og á hringbraut.is sem og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig er hægt að nálgast hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Halla Hrund - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Halla Hrund - 4.mp4

„Fyrir mér er þetta embætti sem snýr að því að þjóna fólkinu í landinu, þjóna öllum í landinu, og eins og ég sagði áðan, þetta er embætti sem hefur þá vigt að geta beitt rödd sinni og hjálpað til við að lyfta upp ólíkum verkefnum. Ég nota orðið að magna tækifærin af því að í raun og veru með því að leggja ólíkum verkefnum og landshlutum lið þá er hægt að stækka tækifærin fyrir okkur öll,“ segir Halla Hrund.

Hún segist verða forseti sem þjóni samfélaginu og vinni af heilindum og alúð fyrir alla Íslendinga og hjálpi til við að efla gróskuna í landinu, leggja áherslu á menninguna okkar og hlúa að auðlindum.

Hér er þátturinn í heild:

Eyjan: Halla Hrund Logadóttir
play-sharp-fill

Eyjan: Halla Hrund Logadóttir

„Þá á ég við auðlindum hugvits og náttúru, og ég mun tala fyrir okkar hagsmunum alþjóðlega. Þar hef ég sterka reynslu í því að geta talað fyrir, sama hvort það eru menningin okkar, þann auð sem við eigum í listamönnum landsins, eða að tala um okkar lykilgildi. Þar vil ég sérstaklega nefna sjálfbærni, sjálfbær nýting er eitt af okkar megin stefum, sama hvort við horfum á jarðhita eða sjávarútveg, eða aðrar auðlindir. Og svo held ég líka að  það sé ákaflega mikilvægt að tala fyrir gildum eins og friði og friðsamlegri samvinnu.

Halla Hrund segir erfiðar áskoranir blasa við í heimsmálunum nú um mundir, ekki síst hér á norðurslóðum þar sem orðið hafi gríðarlegar breytingar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Og við erum að sjá mjög krefjandi stöðu eftir erfiða sambúð í Miðausturlöndum og þessa hræðilegu atburði sem eiga sér stað þar þessa dagana. Þess vegna getur Ísland líka verið öflugur málsvari friðar, enda eigum við allt okkar undir því að alþjóðalög séu virt og það sé friðsamleg samvinna ríkja á milli.“

Hægt er að hlusta þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?
Hide picture