fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn

Eyjan
Föstudaginn 10. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var mynduð þrátt fyrir að 78 prósent landsmanna væru henni andvíg og 45 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista gegn Bjarna. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segir þingið varla afbera þessa ríkisstjórn og bendir á að forseti sé verndari þingræðisins og hans hlutverk sé að koma saman ríkisstjórn sem þingið getur afborið. Steinunn Ólína er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þátturinn er aðgengilegur hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig er hægt að hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér má sjá brot úr þættinum:

Eyjan - Steinunn Ólína - 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Steinunn Ólína - 1.mp4

„Þegar við göngum til kosninga þá erum við að treysta fólki til þess að vinna fyrir okkur. Það er jú þingið sem á alltaf að vera að vinna að hagsmunum fólksins í landinu og þegar svona auðsýnt er að það er ekki það sem er að raungerast, þvert á kosningaloforð hefur mér fundist þingið ekki, eða ríkisstjórnin vegna þess að þingið, það er nú forsetinn sem á að verja þingræðið og það þýðir í raun og veru að hann þarf að koma saman ríkisstjórn sem þingið getur afborið,“ segir Steinunn Ólína.

Hér má sjá þáttinn í heild:

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
play-sharp-fill

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

„Þingið á svolítið erfitt með að afbera þessa ríkisstjórn og við höfum séð það, stjórnarandstaðan hefur tjáð sig mjög ríkulega um þau mál …“

En hún er náttúrlega minnihluti.

„Að sjálfsögðu er hún minnihluti, en við skulum ekki gleyma því að 78 prósent landsmanna voru andvíg þessari glænýju ríkisstjórn og tæplega 45 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista Bjarna Benediktssyni til höfuðs. Á þetta var nú ekki mikið hlustað og stjórnin var mynduð engu að síður en maður heyrir það bara í samfélaginu að fólki finnst ekki að á það sé hlustað.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Hide picture