fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Eyjan

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 10. maí 2024 10:30

Hallgrímur segir fólkið á efstu hæðinni ætla að skipa fólkinu í neðri hæðunum fyrir verkum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason er undrandi á því að nú stigi fram hver hetjan úr covid á eftir annarri og lýsi yfir stuðningi við forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur.

„Rýma Grindavík í dag og kjósa Katrínu á morgun? Hvað er að gerast? Eigum við að “hlýða Víði” í kjörklefanum?“ spyr Hallgrímur í færslu á samfélagsmiðlum. Sjálfur er hann yfirlýstur stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar í kosningunum.

Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu á undanförnum dögum eru Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnarlæknir og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Allir spiluðu þeir stóra rullu í baráttunni gegn covid faraldrinum og unnu þá náið með stjórnvöldum og Katrínu Jakobsdóttur. Hafa stuðningsyfirlýsingar sem þessar verið notaðar í auglýsingaefni Katrínar í kosningabaráttunni.

Fólkið á efstu hæðinni skipar fyrir

„Nú vantar bara lögreglustjórana á Suðurnesjum og Reykjavík, og ríkislögreglustjóra að auki. Og hvað með Guðna Th? Fæst hann ekki til að styðja líka? Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið,“ segir Hallgrímur.

Segir hann þetta lýsa örvæntingu og dómgreindarleysi, sem jafnist nánast á við það dómgreindarleysi að ætla að stökkva beint úr Stjórnarráðinu á Bessastaði með öllum þeim flækjum og fórnarkostnaði sem eftir eiga að koma í ljós.

„Fólkið á efstu hæðinni ætlar að segja fólkinu á neðri hæðunum hvað það eigi að kjósa,“ segir Hallgrímur. „Ef ég þekki þjóð mína, þá lætur hún ekki stjórna sér til þess, þannig að út frá hagsmunum Katrínar skil ég þetta ekki heldur. Eins og ein ágæt kona sagði vel fyrir páska þegar umræðan barst að mögulegu forsetaframboði forsætisráðherra: “Í alvörunni? Er ekkert nema jáfólk í kringum hana?”“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið

Sigríður Andersen: Sjálfstæðismenn dýrka flokkinn eins og trúarbrögð eða íþróttalið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með

Sigríður Andersen: Gott að flokkarnir standi sjálfir frammi fyrir skriffinnskunni sem þeir íþyngja atvinnulífinu og almenningi með
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“

Þórður Snær um stóra herbergjamálið – „Skondnasta birtingarmynd yfirstandandi frekjukasts“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því

Sigríður Andersen: Stjórnmálin snúast orðið um skráningar og að haka í box – atvinnulífið fer ekki varhluta af því
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins

Segja heitar deilur á milli Elon Musk og Hvíta hússins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“

Jón urðar yfir Ingu – „Verður hún þá búin að fremja fleiri afrek í þágu þjóðarinnar?“