fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Eyjan

Baldur segir mikilvægt fyrir Ísland að treysta ekki alfarið á „þetta reddast“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. maí 2024 18:30

Baldur Þórhallsson. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði og forsetaframbjóðandi er nýjasti gestur hlaðvarpsins Götustrákar. Í kynningarstiklu fyrir þáttinn sem er öllum aðgengileg á Youtube ræðir Baldur m.a. um stöðu Íslands sem smáríki en í rannsóknum sínum hefur hann einkum horft til stöðu smáríkja eins og Íslands í heiminum og hvernig þau geta mögulega haft áhrif gagnvart stærri og voldugri ríkjum. Baldur segir að þjóðarmottó Íslendinga „þetta reddast“ sé gott til að fylla þjóðina nauðsynlegum eldmóði en mikilvægast af öllu fyrir lítið ríki eins og Ísland sé þó að sýna fyrirhyggju:

„Ég hef í mínum rannsóknum skoðað hvernig smáríki, önnur smáríki, fara að því að tryggja hagsmuni sína og hafa áhrif, sérstaklega hin Norðurlöndin. Ég hef talað fyrir því lengi að við metum sjálf t.d. okkar öryggishagsmuni, okkar almannaöryggi. Við metum það sjálf hverju við þurfum að forgangsraða þegar kemur að öryggismálum t.d. og talað fyrir því að við eigum að forgangsraða fæðuöryggi, birgðastöðu í landinu, orkuöryggi, vernda sækaplana, passa okkur á netárásum og svo framvegis. Þá var ég sakaður um að vera stríðsæsingamaður og vilja stofna her. Það er ágætt að huga að því hérna á Íslandi að „þetta reddast“ það er ágætt að hafa það með af því það fyllir okkur svona eldmóði. Fyrirhyggjan skiptir mestu máli hjá litlum ríkjum.“

Dýpri áföll í litlum ríkjum

Baldur heldur áfram:

„Að vera með fyrirhyggju hvort sem kemur að líðan fíkla eða taka á vímuefnavandanum, huga að eldri borgurum eða að huga að öryggismálum. Ég vil huga að fyrirhyggju sérstaklega í litlu landi vegna þess að í litlum ríkjum eins og okkar … ef við verðum fyrir áfalli þá verða þau miklu dýpri en áföll í stórum ríkjum. Ástæðan er sú að við höfum bara einn alþjóðaflugvöll ef hann lokar þá eru rofin tengslin við umheiminn. Það eru bara þrír sækaplar sem tengja okkur við umheiminn ef þeir rofna þá erum við ekki lengur í tengslum við umheiminn. Þannig að áföllin hjá okkur verða miklu meiri en annars staðar þannig að við verðum að huga miklu meira að fyrirhyggju í þessum málum.“

Aðspurður hvort hann myndi fremur vilja eyða 600 milljónum í vopn fyrir Úkraínu eða 10.000 krónum í SÁÁ segir Baldur að það síðarnefnda yrði fyrir valinu hjá honum. Forseti Íslands eigi að fylgja utanríkisstefnu landsins en geti alltaf og eigi að tala fyrir friði, friðsamlegum lausnum og alþjóðlegri samvinnu. Forsetinn geti talað fyrir vopnahléi í öllum stríðsátökum innan þess ramma sem íslensk stjórnvöld setji honum. Ísland geti haft meiri áhrif á alþjóðavettvangi með aukinni samvinnu við Norðurlöndin og verði honum treyst fyrir forsetaembættinu muni hann tala fyrir slíku enda sé mikil samstaða á Íslandi um norræna samvinnu:

„Ef Norðurlöndin t.d. stæðu nú saman varðandi afstöðuna til þessa skelfilega ástands á Gaza þá stæðu þau miklu sterkar að vígi innan Sameinuðu þjóðanna heldur en að vera sundruð í málflutningi sínum eins og þau eru í dag. Þannig að ég kalla eftir nánari samvinnu Norðurlandannna í friðarmálum, mannréttindamálum, jafnréttismálum, loftslagsmálum og umhverfismálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?

Orðrómarnir um Kamala Harris færast í aukana – Kom hún upp um sig á Óskarsverðlaunahátíðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði

Orðið á götunni: Eftirlaunasugan Davíð Oddsson lætur skrifa níð um starfskjör borgarstjóra – er sjálfur með 7 milljónir á mánuði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum

Anna Kristín formaður SÍA: Markaðssetning gengur út á úthald – að halda vörumerkinu á lofti líka í þrengingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Hugbreytandi efni og hampur – af hverju nýtur annað meiri viðurkenningar en hitt?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna

Björn Jón skrifar: Mikilvægi öflugra forystumanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“

Jón segir sögu af óborganlegu bernskubreki – „Elsku Jón, ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig“