fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir

Eyjan
Þriðjudaginn 7. maí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr er ekki ákvarðanafælinn maður. Ef upp kæmi gjá milli þings og þjóðar, líkt og í Icesave, þannig að safnað yrði undirskriftum og þær afhentar forseta myndi hann bera málið undir fróðustu menn áður en hann tæki ákvörðun um það hvort hann staðfesti eða synjaði lögum. Jón Gnarr er í sjónvarpsviðtali hjá Ólafi Arnarsyni á Eyjunni í aðdraganda forsetakosninga. Þáttinn er hægt að sjá hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.

Hér má sjá stuttan bút úr viðtalinu:

Eyjan - Jon Gnarr - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Jon Gnarr - 3.mp4

„Ég held að ég verði mjög svona traustur og lítill rebel, eða byltingarmaður. Ég ber gríðarlega mikla virðingu, og það ætti nú öllum að vera ljóst, ég ber mikla virðingu fyrir íslenskri stjórnsýslu og Alþinginu okkar, ég ber mjög mikla virðingu fyrir Alþinginu okkar og því ágæta fólki sem þar starfar,“ segir Jón.

Sem forseti segist hann myndu einungis í algerum undantekningartilfellum fara upp á móti Alþingi „Ef mér fyndist Alþingi komið út á tún í einhverju, á einhvern yfirgengilegan hátt eins og t.d. ef Alþingi Íslendinga hygðist taka upp dauðarefsingu, þá myndi ég mótmæla því hástöfum vegna þess að mér finnst það bara stríða gegn nútímalegum mannréttindum.“

Hér má sjá þáttinn í heild:

HB_EYJ102_NET_Gnarr.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ102_NET_Gnarr.mp4

Jón segir að ef Alþingi reyndi að fara í gegn með eitthvert mál sem þjóðin er klofin í afstöðu sinni til, og þá gjarnan, eins og í tilfelli Icesave, að safna undirskriftum sem síðan eru afhentar forseta þá myndi hann bera málið undir fróðustu menn áður en hann tæki ákvörðun.

„Það er eitt með mig,“ segir hann, „að ég er ekki ákvarðanafælinn. Þegar það er mitt að taka einhverja ákvörðun um eitthvað þá hef ég sýnt það bara að þá reyni ég að taka eins greindarlega og góða ákvörðun og hægt er miðað við þær upplýsingar sem ég hef. Til dæmis aðgerðaráætlunin sem við gerðum til bjargar Orkuveitu Reykjavíkur þegar ég var borgarstjóri. Það er fjöldi fólks sem kemur að þessu, þetta er gríðarlega flókið tæki og efniviður og uppsetning, og auðvitað skildi ég ekki allt. En ég treysti fólkinu. Ég átti minn hlut í þessu. Á endanum varð ég síðan að skrifa undir þetta og bera ábyrgð á þessu.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Það versta í 17 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Eldhugur í nýrri framkvæmdastjórn ESB – litlu ríkin í stórum hlutverkum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu

Trump dregur Bandaríkin út úr WHO og opnar dyrnar fyrir ráðherra með klikkaða kórónuveirukenningu
Hide picture