fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Eyjan
Laugardaginn 4. maí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að marga hafi rekið í rogastans að kvöldi 1. maí sl. þegar RÚV sýndi langan þátt um baráttu launþega síðustu áratugi, að allt í einu birtist viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson þar sem hann hélt sig vera höfund þjóðarsáttarinnar á vinnumarkaði árið 1990. Þetta kom spánskt fyrir sjónir því vitað er að þjóðarsáttin var alfarið verk aðila vinnumarkaðarins þar sem ríkisstjórnin kom hvergi nærri. Einn af raunverulegum höfundum þessarar merku sáttar sagði um hlut ríkisstjórnarinnar að forsætisráðherrann, Steingrímur Hermannsson, hafi verið upplýstur og megi eiga það að hann og ríkisstjórn hans „þvældust hvergi fyrir“, eins og það var orðað.

Ólafur Ragnar hélt því fram í þættinum að hann hafi samið við verkalýðsleiðtogana og vinnuveitendur og búið sáttina til en dregið sig svo í hlé til þess að þeir gætu átt sviðið! Þeir sem þekkja Ólaf Ragnar vita að hann dregur sig aldrei í hlé ef einhver von er til þess að komast í sviðsljósið því maðurinn er haldinn athyglisþörf sem líkja má við athyglissýki á lokastigi.

Enda snérist þjóðarsáttin lítið um aðkomu ríkissjóðs að málinu. Ríkið hét því að halda genginu stöðugu en engar greiðslur komu úr ríkissjóði vegna sáttarinnar. Það kom svo í hlut ríkisstjórnar sjálfstæðismanna og Alþýðuflokks, sem tók við völdum þann 30. apríl 1991, að efna það sem þó kom í hlut ríkisvaldsins að gera. Þá var Ólafur Ragnar ekki lengur ráðherra, og reyndar aldrei nema í tvö og hálft ár frá hausti 1988 til vors 1991.

Þjóðarsáttin er besta verk sem unnið hefur verið á Íslandi á síðari áratugum. Það kemur því ekki á óvart að Ólafur Ragnar reyni að eigna sér hana. En það mun ekki takast því hann verðskuldar ekkert þakklæti fyrir þetta merka verk og honum mun ekki takast að stela heiðrinum. Þeir sem komu þjóðarsáttinni á voru Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, launþegamegin og af hálfu vinnuveitenda voru það Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Víglundur Þorsteinsson, formaður iðnrekenda og stjórnarmaður VSÍ. Milli þessara manna myndaðist traust og vinátta sem gerði það að verkum að þessi merka sátt náðist.

Ólafur Ragnar hélt því fram að hann hafi átt einkasamtöl við Guðmund J., formann Dagsbrúnar. Sannleikurinn er sá að á þessum tíma var fullur fjandskapur á milli Ólafs og Guðmundar því að skömmu áður hafði Ólafur Ragnar gert atlögu að Guðmundi J. til að freista þess að láta hann segja af sér þingmennsku fyrir Alþýðubandalagið en Ólafur Ragnar var þá varaþingmaður og vildi taka við af Guðmundi. Þetta tengdist Hafskipsmálum og vinskap Guðmundar J. við Albert Guðmundsson, en félagar Guðmundar J. í Alþýðubandalaginu sóttu að honum af mikilli illkvittni undir forystu Ólafs Ragnars. Vegna þessarar framkomu vildi Guðmundur J. ekkert af Ólafi Ragnari eða forystu Alþýðubandalagsins vita á þessum tíma. Það er því fásinna að ætla að milli þeirra hafi farið fram einhver trúnaðarsamtöl í aðdraganda þjóðarsáttarinnar!

Því verður ekki haldið fram að Ólafur Ragnar Grímsson þjáist af minnisglöpum eins og jafnaldrar hans í bandarískum stjórnmálum, Biden og Trump. Frekar má ætla að Ólafur Ragnar búi yfir „ofurminni“ sem lýsir sér í því að þegar langt er um liðið fari að rifjast upp atburðir sem aldrei hafa orðið – en hann minnist þeirra samt.

Á það hefur einnig verið bent að Eiríkur Fjalar, ein af ódauðlegum persónum Ladda, hefur beitt svipuðum aðferðum og Ólafur Ragnar reyndi varðandi það að eigna sér þjóðarsáttina. Eiríkur Fjalar í meðförum Ladda hefur jafnan haldið því fram að hann hafi samið flest vinsælustu lög Bítlanna en alls ekki John og Paul: „Já, ég var svo mikið að semja bítlalögin þá …“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum