Svonefnt Fjármálaráð sem skipað er þremur hámenntuðum hagfræðingum hefur það hlutverk að birta álitsgerðir um fjármálaáætlanir ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma. Ráðið sendi frá sér ítarlega skýrslu nú í vikunni. Niðurstaða skýrslunnar er í meginatriðum falleinkunn á verk ríkisstjórnarinnar. Þarf það svo sem ekki að koma á óvart en mun alvarlegra er þegar fagmenn af þessu tagi birta rökstudda gagnrýni frekar en þegar vitnað er í orð og upphrópanir hagsmunahópa og misvitra stjórnmálamanna.
Orðið á götunni er að fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna virðist annað hvort ekki skilja niðurstöður skýrslunnar eða hafi einfaldlega ákveðið að taka ekkert mark á henni. Gott dæmi um það eru orð Njáls Friðbertssonar, alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem höfð eru eftir honum í Morgunblaðinu. Þar segir Njáll meðal annars: „… staðan er mjög góð og raunar furðugóð miðað við þau áföll sem hafa dunið á undanfarin fimm ár.“
Lítum á nokkrar niðurstöður sem koma fram í skýrslu hinna hámenntuðu sérfræðinga:
Fjölmargt annað úr skýrslunni mætti nefna sem sýnir hve óvönduð vinnubrögðin hafa verið varðandi fjármál ríkisins á undanförnum árum. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast ekki ætla að horfast í augu við staðreyndir heldur reyna áfram að slá ryki í augu almennings eins og orð þingmannsins bera vott um. Annað hvort reynir hann að blekkja með orðum sínum eða þá skilur hann ekki innihald þessarar vönduðu skýrslu sérfræðinganna.
Orðið á götunni er að stjórn ríkisfjármála á undanförnum árum hafi einkennst af lausatökum.