fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Eyjan
Laugardaginn 27. apríl 2024 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að aðkoma Friðjóns Friðjónssonar, fyrrum aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar, að framboði Katrínar Jakobsdóttur muni ekki auka fylgi hennar. Ekki frekar en stuðningur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar við framboðið. Mannlíf skýrir einnig frá því í gær að Svanhildur Hólm Valsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar „sé virk í baklandi Katrínar.“

Bjarni er óvinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt öllum könnunum. Yfir 70 prósent landsmanna segjast ekki treysta honum fyrir embætti forsætisráðherra. Ástæðan er sú að hann hefur orðið uppvís að fjölmörgum spillingarmálum á ráðherraferli sínum. Á síðasta hausti hraktist Bjarni úr embætti fjármálaráðherra eftir alvarlegar ávirðingar Umboðsmanns Alþingis. Þá sagðist Bjarni ætla að „axla ábyrgð.“ Það gerði hann einungis með því að færa sig milli ráðherrastóla og gerðist utanríkisráðherra. Fjórum mánuðum síðar er hann orðinn forsætisráðherra eftir uppgjöf Katrínar Jakobsdóttur. Af því tilefni hafa 42 þúsund kjósendur á Íslandi samþykkt yfirlýsingu um að þeir treysti Bjarna ekki fyrir embættinu.

Rétt er að minna á að Svanhildur Hólm Valsdóttir, annar fyrrum aðstoðarmaður Bjarna, er sú vinkona Bjarna sem hann valdi í embætti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum meðan hann var utanríkisráðherra. Hún hefur hvergi komið nærri störfum í utanríkisþjónustunni og útnefning hennar er vægast sagt umdeild – enn eitt dæmið um einkavinavæðingu og spillingu á vegum Bjarna.

Orðið á götunni er að það hljóti að vera vægast sagt vafasamt fyrir frambjóðanda til forseta að tengjast Bjarna með svo áberandi hætti sem hér um ræðir. Friðjón hefur komið að ýmsum verkum fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem oftar en ekki hafa misheppnast. Eitt dæmi um það er þegar hann var sendur á kostnað stjórnarráðsins til að reyna að bjarga Hönnu Birnu Kristjánsdóttur úr þeirri klípu sem hún hafði komið sér í sem innanríkisráðherra vegna ósanninda sem ráðuneyti hennar hafði viðhaft við fjölmiðla vegna flóttamanns. Friðjón fór mikinn við að reyna að stýra atburðarásinni sem launaður ráðgjafi en árangurinn varð enginn. Hanna Birna hrökklaðist úr embætti og hefur ekki tekið þátt í stjórnmálastarfi á Íslandi síðan.

Samkvæmt skoðanakönnunum að undanförnu hefur Katrín einkum sótt fylgi sitt til sjálfstæðismanna – eins furðulegt og það nú er – og telur sig eflaust styrkja þá stöðu með því að hleypa þessu fólki nær sér í aðdraganda kosninganna. En þar misreiknar hún sig alvarlega. Orðið á götunni er að kjósendur sjái við þessu – en ekki verður aftur snúið úr þessu.

Uppfært kl.11.15: Í athugasemd frá Friðjóni sem barst ritstjórn segir hann það alrangt að hann hafi komið að lekamálinu svokallaða með áðurnefndum hætti.

„Hið sanna er að ég kom á vettvang daginn sem Hanna Birna sagði af sér með framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins sem vinagreiða við hann og var með í ráðum hvort flokkurinn sem slíkur þyrfti að bregðast við með einhverjum hætti. Það var öll aðkoma mín að lekamálinu. Það sem birt er í þessum orðrómi er lygi, uppspuni eða í besta falli skapandi misminni,“ skrifar Friðjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Í gær

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Eldræður
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“

Össur sendir morgunkveðju til „Engeyings“ – „Gáfaðir menn eru oft djúpir húmoristar í tveggja manna tali“