fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. apríl 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helsta afleiðing þess að Katrín Jakobsdóttir fór í forsetaframboð er sú að Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra. Ýmislegt mælir með því að ríkisstjórn hans sitji alla vega til vors á næsta ári og munar mest um að fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja er svo hörmulegt að stjórnin myndi falla með bravúr ef úrslit kosninga yrðu í námunda við það sem skoðanakannanir hafa gefið til kynna um langa hríð. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 4.mp4

„Það kom ekki upp nein stjórnarkreppa en það voru hins vegar ýmsir sem töldu að það væri hætta á því og ég var nú einn af þeim, mér fannst frekar ólíklegt að Katrín færi í framboð vegna þess að ég sá ekki betur en að það gæti leitt til alvarlegrar stjórnarkreppu eða jafnvel slita á ríkisstjórninni. Þannig að ég var nokkuð viss um að Katrín myndi ekki fara í framboð. nema hún teldi sig vera búna að tryggja það nokkurn veginn að stjórnin gæti haldið áfram þrátt fyrir það,“ segir Ólafur.

„Atburðarásin varð auðvitað sú að það urðu bara stólaskipti í ríkisstjórninni. Nú, forsætisráðuneytið fór frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokksins og Bjarni Benediktsson varð forsætisráðherra þannig að afleiðingin af framboði Katrínar urðu ekki stjórnarslit, ekki stjórnarkreppa, en þau urðu hins vegar þau að Bjarni Benediktsson settist í forsætisráðherrastólinn og eðlilega þá eru ýmsir „meðframbjóðendur“ hennar sem hafa verið að vekja athygli á því og munu áreiðanlega gera það áfram.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Ólafur segir ekki á vísan að róa með framtíð og líf ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. „Það eru svona ólíkir þættir sem geta haft áhrif sitt í hvora áttina. Rökin fyrir því að ríkisstjórnin muni líklega sitja að minnsta kosti til vors á næsta ári, jafnvel til haustsins ´25, sem er síðasti dagur til að kjósa, rökin fyrir því eru fyrst og fremst þau að það sé ekki líklegt að stjórnarflokkarnir vilji fara í alþingiskosningar meðan fylgi þeirra er jafn hörmulegt og skoðanakannanir hafa verið að benda til núna í langan tíma, þar sem stuðningur við stjórnarflokkana þrjá er innan við þriðjungur kjósenda og stjórnin myndi náttúrlega falla með bravúr ef úrslitin yrðu eitthvað í líkingu við þessar niðurstöður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Hide picture