fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Eyjan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að upp sé komin sú vandræðalega staða að skoðanakannanafyrirtækið Gallup reynist vera með nána tengingu við einn frambjóðanda í forsetakjörinu, Katrínu Jakobsdóttur. Staðfest er að samskiptafyrirtækið Aton JL sjái um hönnun og útlit fyrir framboð Katrínar en eignatengsl eru milli þess og Gallups. Það getur ekki annað en valdið tortryggni þegar skoðanakannanir verða birtar í aðdraganda kosninganna.

Í síðasta tölublaði Heimildarinnar segir um þetta orðrétt: „… Aton JL sér um hönnun og útlit fyrir framboð Katrínar. Huginn Freyr Þorsteinsson er tengill fyrirtækisins við framboðið. Hann er einn eigenda Aton JL og á síðasta ári varð hann stjórnarformaður GALLUP eftir að félag sem er að hluta í eigu Hugins, Hamarshylur, keypti Gallup. Hann hefur lengi verið innanbúðarmaður hjá Vinstri grænum og var til að mynda aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann var ráðherra …“

Þessi augljósu og miklu tengsl framboðs Katrínar Jakobsdóttur við skoðanakannanafyrirtækið Gallup hljóta að valda mikilli tortryggni og gera fyrirtækið ótrúverðugt í aðdraganda forsetakosninganna.

Orðið á götunni er að eðlilegt sé að meta fyrirtækið vanhæft að þessu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““