fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

Eyjan
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Kópavogsbæjar var neikvæð um 800 milljónir samkvæmt ársreikning sveitarfélagsins sem var lagður fyrir bæjarráð í dag. Þrátt fyrir hallann segir bæjarstjóri að fjármál sveitarfélagsins séu að þokast í rétta átt og sé því um jákvæða niðurstöðu að ræða.

„Rekstur Kópavogsbæjar styrkist umtalsvert milli ára sem endurspeglar áherslu okkar á traustan rekstur. Þannig er afgangur af rekstri bæjarins fyrir fjármagnsliði 1,4 milljörðum hærri en í fyrra, þrátt fyrir að lífeyrisskuldbinding hækki um 1,3 milljarð milli ára,“ segir Ásdís í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Veltufé frá rekstri eru fimm milljarðar sem er að sögn Ásdísar mikið styrkleikamerki en hér sé um tæplega tveggja milljarða aukningu að ræða milli ára sem þýði aukið svigrúm til að standa undir framkvæmdum og afborgunum lána. Skuldastaða bæjarins sé heilbrigð þrátt fyrir miklar fjárfestingar í leik- og grunnskólum sem og öðrum mikilvægum innviðum sveitarfélagsins.

„Skuldahlutfall Kópavogsbæjar fer áfram lækkandi og er langt undir lögbundnu skuldaviðmiði. Krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og háir vextir lita enn heildarniðurstöðu ársins og leiða til þess að fjármagnskostnaður er verulega umfram áætlun. Verkefnið nú sem endranær er að standa vörð um góðan rekstur þannig að áfram sé unnt að veita góða þjónustu en á sama tíma lækka skatta á bæjarbúa“

Nær engar lóðaúthlutanir voru árið 2023 sem hafði áhrif á tekjuöflun. Nú standi þó til að úthluta lóðum í Vatnsendahvarfi, þær fyrstu eru á næstunni en stefnt er að að úthluta öllum fyrir árslok. Fjárfestingar voru 5,2 milljarðar og var þá viðamesta fjárfestingin nýbygging Kársnesskóla. Viðhaldsframkvæmdir fóru fram á byggingum á borð við Sundlaug Kópavogs, Kópavogsskóla og Kársnesskóla. Lóðir leik- og grunnskóla voru endurgerðar fyrir um 200 milljónir og fyrir sömu fjárhæð var fjárfest í skíðasvæðum. 600 milljónir fóru svo í gatnagerð.

Vaxtaberandi skuldir námu rúmlega 35 milljörðum en heildarskuldir lækka milli ára úr 54 í 58 milljarða. Eigið fé nam 38,3 milljörðum, þar af 18,4 milljarðar í A-hluta samstæðunnar. Laun og launatengd gjöld námu alls 25,8 milljörðum en launakostnaður er um helmingur af rekstrartekjum. Fjöldi á launaskrá var í lok árs 2023 3.090 en meðal stöðugildi voru 1.988. Íbúar bæjarins voru þann 1. desember 40.570 talsins og fjölgaði þar með um 777 á 12 mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu