fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 19:30

Guðmundur Felix og eiginkona hans, Sylwia. Ljósmynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem að kannski skiptir mestu máli í forseta er hvaða mann þú hefur að geyma. Nú eru pr- fulltrúar og auglýsingastofur að telja okkur trú um að menntun sé eitthvað sem blívar betur en annað. Guðni er til dæmis ekki vinsæll forseti af því hann er svo góður í sagnfræði, hann er vinsæll af því hann er svo góð manneskja. Allir sem þekkja og hafa hitt Guðna, maðurinn er bara gull af manni,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson í Spjallinu með Frosta Logasyni.

Guðmundur segist hafa ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands til að gefa þeim sem minna mega sín rödd í samfélaginu. Hann bendir á að fatlaðir á Íslandi eigi sér fáa málsvara, eru mis illa staddir og að sumir eigi lítið sem ekkert bakland. Guðmundur Felix segir stjórnmálamenn hafa vanrækt þennan hóp og hann telur forseta Íslands geta sett þetta mál rækilega á dagskrá.

„Ég sá fyrir mér, ég get komið þarna inn og sinnt þeim störfum sem er krafist af mér. Ég get líka verið rödd fyrir þá sem hafa kannski ekki rödd, eins og fyrir fatlaða og þá sem eiga undir högg að sækja, ég þekki á eigin skinni hvernig er að vera þar. Flestir sem fara í pólitík skreyta sig með þessu þegar þeir fara í kosningar, standa vörð um þá sem minna mega sín.

Það eru alls konar áskoranir að vera fatlaður, sumir eru í verri stöðu en aðrir og ungt fólk er jafnvel sett inn á hjúkrunarheimili fyrir aldraða og það er bara geymt þarna jafnvel árum og áratugum saman. Sjálfbjargarhúsið sem dæmi, ég man þegar ég var ungur og mamma var að vinna hjá Sjálfsbjörgu, fatlaðir gátu búið þar saman, þar var sundlaug og þjónusta, núna eru þetta bara skrifstofur, sjúkra- og iðjúþjálfun, það býr enginn þarna lengur,“ segir Guðmundur Felix.

„Ég skil ekki af hverju í samfélagi eins og okkar þar sem er uppgangur að við þurfum að láta einstaklinga sem hafa misst svo mikið, að samfélagið setji þá til hliðar og gleymi þér. Þetta er kannski fólk sem í sumum tilfellum hefur ekki gott bakland, þannig að það er ekki mikið af atkvæðum þarna,

Mælikvarðinn kannski á hversu góð manneksja þú ert; hvernig kemurðu fram við þann sem getur ekkert gert fyrir þig.“

Segir Guðmundur að nóg sé til fyrir alla í landinu, nóg af atvinnu og tækifærum til að byggja sig upp og vinna sig upp. Segir hann að ef hann hefði ekki lent í slysinu á sínum tíma, ætti hann líklega einbýlishús í Kópavogi, jeppa og snjósleða.

„Við erum bara eins og fjölskylda og þú vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna, þetta þarf ekki að vera svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“