fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Eyjan
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, þurfi mögulega að íhuga stöðu sína eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi brotið gegn rétti borgara til frjálsra kosninga með því að Alþingi staðfesti seinni talningu Inga Tryggvasonar, formanns kjörstjórnar, eftir að hann hafði látið hjá líða að tryggja öryggi kjörseðla milli talninga.

Birgir, sem var kjörinn forseti Alþingis eftir þessar „ólöglegu“ kosningar/talningu, beitti sér af hörku fyrir því að ekki yrði í neinu hlustað á eða tekin til greina rök þeirra sem bentu á að fyrri talningin skyldi gilda enda væri óumdeilt að sú talning hefði farið fram á kjörseðlum sem komu beint úr innsigluðum kjörkössum á meðan kjörseðlarnir höfðu legið fyrir hunda og manna fótum í hálfan sólarhring áður en seinni talning fór fram.

Orðið á götunni er að það geti vart talist hafið yfir gagnrýni að forseti þings, með slíkan áfellisdóm á sér, sitji áfram í sínu embætti eins og ekkert sé. Nýleg dæmi séu um það hér á landi að fólk hafi þurft að flytja sig um set eftir áfellisdóma frá léttvægari aðilum en Mannréttindadómstól Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013

Orðið á götunni: Sagan endurtekur sig – stjórnarandstaðan leggst lágt eins og 2009-2013
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir

Demókratar sækja að Trump nema einn þingmaður þeirra – Hann fer aðrar leiðir