fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði
Mánudaginn 15. apríl 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sérkennilegasta mál síðari tíma er kaup ríkisbankans Landsbankans á einkarekna tryggingafélaginu TM. Svarthöfði skildi ekki þá og skilur ekki enn hvernig stjórnendum bankans fannst það góð hugmynd að kaupa tryggingafélag og bæta því undir hatt ríkisins. Látum það vera.

En upp frá þessum kaupum hefur spilast út farsi sem engan enda ætlar að taka. Bankastjórinn bendir á bankaráð, bankaráð segist hafa talað við Bankasýsluna. Bankasýslan segir að enginn hafi talað við sig – að minnsta kosti ekki formlega – en ákvað að skipta út bankaráðinu. Svarthöfða sýnist blasa við að nýtt bankaráð sem kosið verður á föstudag, með lands- og jafnvel heimþekktum ofurmennum í bankarekstri og fjármálum, muni finna nýjan bankastjóra og jafnvel fleiri stjórnendur í framhaldinu. Svo á að meta fýsileika kaupanna og hvort ekki væri allra best að selja bara Tryggingafélagið aftur.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum um hver samskipti fjármálaráðuneytis og bankasýslunnar voru í aðdraganda kaupanna. Sú ósk var sett fram fyrir einum mánuði en ekkert svar borist segir í Vísi í dag.

Fyrirspurnarkóngur Alþingis sem situr í nefndinni, Björn Leví Gunnarsson, Pírati, telur að svar muni ekki berast. Af öllum er Birni Leví best treystandi til að meta líkur á svari, svo margreyndur sem hann er á sviði fyrirspurna – og svara.

Hann segir skorta á heildarmynd í málinu. Það má svo sem taka undir það með Birni Leví. En miklu fremur skortir á heimildarmynd um málið, því kostulegt er það og bætir í með hverri vikunni sem því vindur fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
EyjanFastir pennar
21.03.2025

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík