fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Eyjan
Laugardaginn 13. apríl 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hitti nýlega konu sem var í öngum sínum vegna þess að hún hafði sagt við son sinn að hann væri rétthentur en hún sjálf örvhent. Sonurinn sagði að hún væri með þessum ummælum að smána eða „sjeima“ hendur þeirra beggja. „Það er ekkert rétt við að nota hægri höndina meira en hina!“ sagði hann reiðilega. „Ég lendi iðulega í svona atvikum þar sem ég segi eitthvað vitlaust eða „læka“ eitthvað sem er harðbannað. Hvað get ég gert?“ Ég lét hana hafa einfaldan lista:

Vertu alltaf á móti hvalveiðum og lúpínu. Hvalir hafa rúmlega mannsvit og synda tignarlega um heimshöfin. Lúpínan er aðskotablóm sem hagar sér eins og Framsóknarflokkurinn. Hún leggur smám saman allt undir sig sem hún kemur nálægt.

Vertu hlynnt óheftum innflutningi þurfandi hælisleitenda og annars flóttafólks til landsins í nafni mannúðar. Þetta fólk er síðan ágætlega geymt í Keflavík, Bifröst eða Höfn í Hornafirði.

Vertu á móti laxeldi. Vestfirðingar sem vinna í greininni geta fengið tímabundin störf í ferðaiðnaðinum eða farið á örorku. Hatastu við virkjanir og vindmyllugarða. Landið er fullt af dýrmætum fossum sem enginn hefur séð nema fuglinn fljúgandi en eiga fullan tilverurétt.

Hafðu miklar efasemdir um störf og heimildir lögreglu. Í sakamálum hefur þolandinn eða brotaþoli alltaf á réttu að standa. Í utanríkismálum er nokkuð öruggt að hatast alltaf út í Trump og Ísraelsmenn. Vertu á móti Júróvisjón og blóðmerahaldi. Ráðlegt er að berjast fyrir bíllausum lífsstíl þótt þú eigir bíl og hafir aldrei komið upp í strætisvagn. Segðu bara: „Ég mundi hjóla ef hjólastígar væru eins og í Danmörku.“ Þú mátt reyndar eiga rafmagnsbíl þótt þú sért að drepast úr drægnikvíða.

„Byrjaðu hægt og smám saman lærirðu að fóta þig á þessu hála svelli. Gangi þér vel!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna

Björn Jón skrifar: Hið dularfulla og ljóðræna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks

Sigmundur Ernir skrifar: Alþjóðaviðskipti ráða mestu um hag fólks
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn

Svarthöfði skrifar: Flís og bjálki – þar er efinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sporin hræða
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu

Sigmundur Ernir skrifar: Nýtt varnarbandalag Evrópu
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti
EyjanFastir pennar
19.03.2025

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?

Ágúst Borgþór skrifar: Skjól fyrir þolendur eða eltihrella?