fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Svandís er nýr leiðtogi VG – hvað var Guðmundur Ingi að vilja upp á dekk?

Svarthöfði
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði veitti því eftirtekt að ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar stillti sér upp til myndatöku við ríkisráðsborðið á Bessastöðum, líkt og aðrar ríkisstjórnir hafa gert allt frá lýðveldisstofnun. Telst það vart til tíðinda.

Eitthvað fannst samt Svarthöfða ljósmyndin, sem tekin var við þetta tækifæri, óvenjuleg. Á blaðamannafundinum í Hörpu í gærdag, þar sem ný ríkisstjórn var kynnt til sögunnar, stóðu formenn ríkisstjórnarflokkanna, talið frá hægri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.

Þarna voru leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna mættir. Eins og vera ber þegar ný ríkisstjórn er mynduð. Eða var það svo?

Á ríkisráðsfundum sitja leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna jafnan næst forseta lýðveldisins. Forsætisráðherra situr forseta á hægri hönd og formaður hins stjórnarflokksins á vinstri. Séu flokkarnir í ríkisstjórn þrír situr formaður þriðja ríkisstjórnarflokksins á hægri hönd forsætisráðherra. Þannig var það síðast þegar Bjarni Benediktsson myndaði ríkisstjórn. Þá sat Benedikt Jóhannesson, þáverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, forseta á vinstri hönd og Óttarr Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, sat næstur Bjarna við ríkisráðsborðið.

Svarthöfði tók eftir því að sannarlega sátu Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson næst forsetanum við ríkisráðsborðið. Bjarni á hægri hönd og Sigurður Ingi á vinstri. Hins vegar var formaður Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hvergi sjáanlegur við þann enda borðsins. Eftir nokkra leit fannst hann í þriðja sæti frá nýliðahorni ríkisráðsborðsins, sem raunar rúmar ekki lengur allan þann fjölda ráðherra sem þarf til að stýra Íslandi. Af er það sem áður var, þegar einungis þurfti sex ráðherra. Núna eru þeir tólf og komast ekki fyrir við ríkisráðsborðið.

Á hægri hönd forsætisráðherra sat hins vegar annar ráðherra Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir sat í sætinu sem ætlað er formanni þriðja ríkisstjórnarflokksins.

Þessi uppstilling er skýrt merki um að Svandís er hinn raunverulegi formaður VG þrátt fyrir að Guðmundur Ingi sé í orði kveðnu starfandi flokksformaður. Lýðræðislegar stofnanir flokksins hafa ekki valið Svandísi til forystu en það skiptir litlu máli. Í Kreml er lýðræðið bara upp á punt.

Svarthöfði hefur hins vegar aldrei áður séð formlegan flokksformann ríkisstjórnarflokks á Íslandi settan svo niður við skör sem við þessa myndatöku við ríkisráðsborðið á Bessastöðum í gær. Nomenklatúran innan VG hefur hins vegar valið nýjan foringja. Eina spurningin sem eftir stendur er hvern þremilinn Guðmundur Ingi var að vilja á blaðamannafundinum í Hörpu í gær þar sem hann stillti sér upp ásamt Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni rétt eins og hann væri formaður í ríkisstjórnarflokki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa

Óttar Guðmundsson skrifar: Nótt hinna löngu hnífa
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!

Steinunn Ólína skrifar og talar: Þetta er svo stórkostlega flott plan!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar

Sigmundur Ernir skrifar: Fóstbræðrasaga síðari tíma upplausnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið

Óttar Guðmundsson skrifar: Fimmtugastaogfyrsta ríkið
EyjanFastir pennar
11.10.2024

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim

Steinunn Ólína skrifar (og talar í mynd): Sameinumst – hjálpum þeim
EyjanFastir pennar
10.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fyrstu framvirku stjórnarslitin
EyjanFastir pennar
03.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Skuggasundið
EyjanFastir pennar
29.09.2024

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki

Björn Jón skrifar: Að vera menningarríki