fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Eyjan

Jón Gnarr segir að líklega færi hann að fordæmi Ólafs Ragnars við sams konar aðstæður og í Icesave-málinu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 11:30

Jón Gnarr. Skjáskot/Yotube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr leikari, rithöfundur, fyrrverandi borgarstjóri og forsetaframbjóðandi er nýjasti gestur Frosta Logasonar í þættinum Spjallið. Í kynningarstiklu fyrir þáttinn sem aðgengileg er öllum segir Jón meðal annars að hann telji mikilvægt að fólk úr hans geira gegni opinberum stöðum á Íslandi og að hann mundi líklega gera það sama og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, þegar hann neitaði að staðfesta lög um Icesave-samningana, stæði hann frammi fyrir sams konar aðstæðum og í því máli:

„Ég er íslenskur listamaður. Rithöfundur, leikari og sviðslistamaður. … Mér finnst það svo mikilvægt. Mér finnst það svo gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að eiga fulltrúa úr menningu og listum í opinberum stöðum.“

Hann segir æskilegt að embætti forseta Íslands sé ekki tengt pólitík.

Í stiklunni ræðir Jón svo Icesave-málið:

„Þá var náttúrulega stór hreyfing á landinu sem barðist gegn þessum samningum og einhver fjölmennasti undirskriftalisti sögunnar sem var afhentur. Væri ég í sporum Ólafs Ragnars Grímssonar forseta þá mundi ég held ég líklega gera það sama. Að beita þessu valdi, þessu synjunarvaldi og vísa þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu. En mér finnst það ekki léttvægt og þetta er ekki eitthvað svona ákvæði sem mér finnst hvers vægi ætti að auka. Alls ekki.“

Myndi ekki sætta sig við lögleiðingu dauðarefsingar

Jón greinir í stiklunni frá málum sem hann sæi fyrir sér að vísa til þjóðarinnar verði hann kjörinn forseti Íslands. Jafnvel án áskorana frá þjóðinni:

„Ef það er eitthvað sem gengur gegn mínum prinsippum sem manneskju. Ef að Alþingi Íslendinga mundi til dæmis taka það upp að ákveða að innleiða aftur dauðarefsingu. Þá mundi ég bara, þó ég fengi enga undirskriftalista, þá mundi ég ganga gegn því eins og ég mögulega gæti. Ef að Alþingi mundi síðan jafnvel samþykkja það þá mundi ég segja af mér. Því ég mundi ekki vilja vera forseti í landi sem að væri með dauðarefsingu af því mér finnst það bara svo mikil grundvallarbreyting á samfélagsgerðinni.“

Í stiklunni spyr Frosti Jón hvaða manneskju hann leiti fyrst til vanti hann ráðleggingar eða dómgreind til að fá lánaða:

„Fyrst og fremst konan mín, Jóga. Ég leita alltaf fyrst til hennar. Heyri hvað henni finnst. Svo finnst mér mjög gott að fá lánaða dómgreind hjá Sigurjóni Kjartanssyni. Hann er með mjög skarpa og góða dómgreind en við erum hreint ekkert alltaf sammála. Síðan á ég bara mjög góða vini sem ég ber mikla virðingu fyrir, sem að er gáfað og vel gert fólk og kærir sig ekkert endilega um að vera nafngreint.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum

Jóhann Páll Jóhannsson: Samfylkingin var búin að mála sig út í horn með ímyndarstjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ábyrgðarleysi og aumingjaskapur Vinstri grænna – óheilindi og aumingjaskapur sjálfstæðismanna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði

Jóhann Páll Jóhannsson: Herðum reglur um AirBnB og breytum atvinnuhúsnæði í íbúðahúsnæði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna

Orðið á götunni: Mistök sósíalista og sjálfstæðismanna gætu skotið líflínu til Vinstri grænna