fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Jón og séra Jón – þingmaður og ráðherra

Eyjan
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umfjöllun Vísis í gær um himinháar greiðslur fjármálaráðuneytisins til lögmannsstofunnar Juris, þar sem fram kemur að á 10 árum hefur stofan fengið 354 milljónir frá ráðuneytinu, eru helstu eigendur Juris taldir upp. Meðal þeirra er Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður, stjórnarformaður Árvakurs og einn helsti trúnaðarráðgjafi Guðbjargar Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og stærsta eiganda Árvakurs.

Í síðustu viku fjallaði Vísir um annan hæstaréttarlögmann, Einar S. Hálfdánarson, og kæru sem hann lagði fram á hendur Semu Erlu Serdar og Maríu Lilju Þrastardóttur, forsvarsaðila fjársöfnunar til að koma Palestínumönnum út af Gasa og til Íslands.

Í frétt um Einar Hálfdánarson kom skýrt fram að hann sé faðir Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Orðið á götunni er að í ljósi þess að Vísi þótti vera tilefni til þess að vekja sérstaka athygli á fjölskyldutengslum Einars og Diljár Mistar sé athyglisvert að í umfjöllun um hundruð milljóna greiðslur út úr fjármálaráðuneytinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt nær samfellt í 11 ár, til lögmannsstofu Sigurbjörns Magnússonar var ekki vikið einu orði að því að Sigurbjörn er faðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Orðið á götunni er að full ástæða hefði verið til að tíunda fjölskyldutengsl ráðherrans og lögmannsins sérstaklega, ekki síst í ljósi þess að Áslaug Arna lýsti því sjálf í fjölmiðlum hvernig allt breyttist á sínum tíma þegar hún hringdi í föður sinn eftir að Bjarni Benediktsson hafði tjáð henni að hún fengi ekki ráðherraembætti eftir afsögn Sigríðar Á Andersen úr embætti dómsmálaráðherra 2019. Nokkrum klukkustundum eftir símtalið tilkynnti Bjarni Áslaugu Örnu að honum hefði snúist hugur og hún yrði ráðherra eftir allt saman.

Orðið á götunni er að þau sinnaskipti Bjarna hafi vart verið tilviljun og að úr því Vísi þótti ástæða til að vekja athygli á því að Einar Hálfdánarson sé faðir Diljár Mistar sé það athyglisvert fréttamat að ekki hafi þótt ástæða til að upplýsa lesendur um að lögmaðurinn sem fékk hundruð milljóna greiðslur frá fjármálaráðuneyti formanns Sjálfstæðisflokksins sé faðir ráðherra flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni