fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Eyjan

Ný ríkisstjórn sögð nánast frágengin – Bjarni verður forsætisráðherra

Eyjan
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 06:45

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega verður ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna kynnt til sögunnar í dag og ætti hún að geta tekið við völdum ekki síðar en á morgun.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vitnar í ónefnda heimildarmenn. Segir blaðið að ekki sé búið að ganga frá öllum lausum endum, svo ekki sé útilokað að hlutirnir geti breyst. Þá þurfa viðeigandi stofnanir flokkanna að fjalla um tillögu formanna þeirra um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Morgunblaðið segir að eftir því sem næst verði komist verði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra. Vísir.is tekur í sama streng.

Morgunblaðið segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verði fjármálaráðherra og að Svandís Svavarsdóttir flytjist yfir í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir er sögð fara aftur í utanríkisráðuneytið.

Vísir.is segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi rætt málefnaáherslur nýrrar ríkisstjórnar í gærkvöldi sem og ráðherraskipan flokkanna. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna munu að sögn funda fyrir hádegi.

Segir Vísir.is að stefnt sé að því að kynna stjórnarsamstarfið og áherslur þess á fréttamannafundi eftir hádegi í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar

Segir óvíst að Kristrúnu takist að halda Degi úti í horni til lengdar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það má semja um aðildarskilmála að ESB – mörg dæmi sýna það og sanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast

Sigmundur Ernir skrifar: Auðræðið eflist og lýðræðið linast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi

Orðið á götunni: Nýir leiðtogar munu spreyta sig fyrir næstu borgarstjórnarkosningar – alger uppstokkun í aðsigi