fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Vigdís stígur til hliðar sem framkvæmdastjóri Bændasamtakanna

Eyjan
Mánudaginn 8. apríl 2024 10:29

Vigdís Häsler, fráfarandi framkvæmdarstjóri Bændasamtakanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Häsler lét í dag af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands en hún hefur gegnt starfinu í rúm þrjú ár. Frá þessu greinir Vigdís í tilkynningu á Facebook-síðu sinni en hún segir að samtökin standi styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu síðustu ára.

Yfirlýsing Vigdísar í heild sinni:

Í dag lét ég af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, skemmtilegu og gefandi starfi sem ég hef sinnt síðastliðin þrjú ár og komið að mörgum krefjandi verkefnum, stórum sem smáum.

Samtökin standa núna styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu. Á sama tíma hefur verið byggður upp öflugur og verðmætur mannauður á skrifstofu samtakanna. Þar að auki hafa félagsmenn Bændasamtakanna aldrei verið fleiri og er stefna samtakanna nú orðin skýr eftir vel heppnaða stefnumótun. Rekstur Bændablaðsins hefur einnig verið réttur af og er blaðið nú orðinn mest lesni prentmiðillinn og lesendahópurinn hefur breikkað svo um munar. Almenn umræða um landbúnað sem hluta af mikilvægum innviðum og fæðuöryggi hefur stóraukist.

Bændur eru lykilþáttur í að tryggja sjálfsaflahlutdeild íslensku þjóðarinnar í fæðuframleiðslu og höfum við í Bændasamtökunum unnið ötullega að þessu markmiði síðastliðin ár.

Ég skil stolt við starfið og Bændasamtökin sem eru orðin að sterku hagsmunafli sem vinnur í þágu bænda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum