fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Svanhildur Konráðsdóttir: Harpa skapar tekjur sem hvergi sjást í bókhaldi Hörpu – skuldabréf á Nasdaq

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. apríl 2024 15:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vita það ekki allir en Harpa er ekki menningarstofnun heldur samstæðurekstur móðurfélags með þrjú dótturfélög. Eitt þeirra er með skuldabréf skráð á Nasdaq. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir starfsemi Hörpu skapa afleiddar tekjur sem streymi inn í hagkerfið í gegnum hótel, verslanir og veitingastaði. Mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina þegar skoðuð séu hagræn áhrif Hörpu hér á landi. Svanhildur er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 4.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Svanhildur Konradsdottir - 4.mp4

„Í tengslum við eina ráðstefnu verða til auðveldlega einhverjar þúsund gistinætur sem dæmi og það sem hefur verið líka að gerast, sem er mjög ánægjuleg þróun, er að við höfum verið að fá tiltekna tónleikahaldara, ég vil nefna sérstaklega einn frá Bandaríkjunum, sem eru að koma með hljómsveitir sem við erum ekkert sérstaklega kunnug og áttum okkur ekki alveg á því hvað þetta eru stór nöfn. Það er verið að halda jafnvel þrenna tónleika í Eldborg með sömu hljómsveitinni, þrjú kvöld í röð, og gestirnir koma með – þeir eru fluttir inn þannig að Eldborg er bara full af bandarískum tónleikagestum sem fylgja hljómsveitinni sinni. Þetta er eins konar költ, eða alla vega mjög dyggir aðdáendur,“ segir Svanhildur.

Hún segir þetta vera einfalt reikningsdæmi. Ef hingað komi þrjár svona þrennur á ári þá geri slíkt mjög mikið fyrir það efnahagslega fótspor sem Harpa marki hér á landi. Harpa skili mjög miklu inn í hagkerfið og því sé ekki rétt að horfa á húsið Hörpu, afkomu þess og rekstur, án þess að taka jafnframt með í reikninginn afleiddar tekjur sem stafa af starfseminni þar. Sem dæmi um slíkt má nefna tekjur af hótelgistingu, veitingahúsum og smásölu.

Reyndin sé hins vegar sú að gjarnan sé slegið upp fréttum af því að hallarekstur hafi orðið á Hörpu, án þess að taka tillit til þess litla hagkerfis sem þrífist í kringum starfsemi hennar.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Svanhildur segir að öll áhersla sé lögð á hagkvæmni í rekstri Hörpu og að alls ekki megi rugla saman því sem tilheyri rekstri hennar annars vegar og stofnkostnaði hins vegar. „Eigendurnir núverandi – ríkið og Reykjavíkurborg – ríkið er með 54 prósent og Borgin 46 prósent – þurftu að stíga inn í hruninu og taka verkefnið yfir. Þá þurfti að endurfjármagna það, það þurfti að halda áfram og krónan hrundi – þetta muna allir – og eigendurnir eru í raun og veru að endurgreiða ákveðinn stofnkostnað sem varð til á sínum tíma. Sá kostnaður var fjármagnaður með útgáfu skuldabréfa sem eru á Nasdaq.

Fólk áttar sig ekki á því, kannski, að Harpa er ekki menningarstofnun heldur er þetta samstæðurekstur móðurfélags og þriggja dótturfélaga og þar af er eitt dótturfélagið á Nasdaq með skuldabréf. Þar eru framlög eigendanna að renna bara í gegn – þau fara ekki inn í rekstur Hörpu þó að þau birtist í ársreikningi og við erum sannarlega ekki að nota þau í tónleika eða neitt slíkt, heldur fara þau beint í að greiða af þessu skuldabréfi.“

Svanhildur segir að tiltekinn hluti framlags eigenda renni í þessa niðurgreiðslu stofnskulda. Síðan fái Harpa ákveðið rekstrarframlag, samkvæmt samningi, og sýnt hafi verið fram á með gagnsæjum hætti hvers vegna það sé nauðsynlegt – það snúi fyrst og fremst að byggingunni sjálfri. „Við erum að reka hér listaverk á heimsmælikvarða, við erum að reka borgartorg undir þaki – sem er galopið hús. Þetta er áfangastaður ferðamanna og auðvitað heimamanna, þetta stóra félagsheimili, þetta samkomuhús þjóðarinnar.“

Hún segir það hafa verið sérstakt markmið hjá sér að Harpa verði þessi staður þar sem fólk geti stungið inn nefinu, farið á veitingastað, skroppið í hönnunarbúðina, Rammagerðina, eða kíkt í rými sem sett hafi verið upp á jarðhæðinni. „Við notuðum Covid vel og breyttum mjög miklu á jarðhæðinni – bjuggum til alveg frábært rými í samvinnu við Þykjó, þær eru miklir snillingar, ungar konur: Þetta heitir Hljóðhimnar og þetta er bara opið, ókeypis, og fólk getur komið þarna með börnin sín og notið þess að uppgötva alls konar hljóð og músík. Við erum búin að búa til miklu fleiri tilefni fyrir fólk að koma inn, droppa inn í húsið. Það eru svona þessir þættir sem snúa að því að halda við þessari gríðarstóru, dýru fasteign, sem við viljum ekki að drabbist niður. Hún er þannig gerð að það eru ekki bara útleigjanlegir fermetrar út í hvert horn, það er ekki svoleiðis. Það er annars vegar það og hins vegar er það þetta menningarhlutverk sem svona hús þarf að sinna af alúð og framlög eigendanna eru eyrnamerkt þessum þáttum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
Hide picture