fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Segir Katrínu vera fulltrúa valdsins – leið hennar til Bessastaða ekki endilega bein og greið

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gengur ekki að því vísu að ná kjöri í embætti forseta Íslands í komandi kosningum. Dæmin sýna að kjósendur láta valdhafa og yfirstétt ekki velja sér forseta heldur velur þjóðin þá sjálf, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Náttfarapistli á Hringbraut.

Ólafur vitnar í  Steinunni Ólínu, forsetaframbjóðanda, sem kallaði framkomu Katrínar oflæti. „Ekki er hægt að neita því að nokkuð er til í þeirri fullyrðingu. Að stjórnmálamaður sem hefur staðið í eldlínunni og leitt afar óvinsæla ríkisstjórn sem hefur tapað fylgi jafnt og þétt, telji sig geta staðið upp úr sínum valdastóli þegar illa horfir og stigið inn í anna enn hærri valdastól. Þetta virðist vera það sem Katrín ætlar að reyna. Ekki er skrítið þótt einhver nefni oflæti, jafnvel hroka eða valdhroka, að ekki sé nú talað um snobb sem er eiginleiki sem flestu fólki hugnast illa, ekki síst þeim sem telja sig vinstra megin við miðju í stjórnmálum.“

Ólafur telur það vart standast skoðun, sem Katrín hefur sagt, að hún hafi ákveðið framboð með skömmum fyrirvara. Hún hafi leynt og ljóst stefnt á þetta embætti um langa hríð og hafi mátað sig við það 2016, þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn, en áttað sig á því að hún átti engan möguleika þá.

Ólafur segir þá sem komnir eru á miðjan aldur og eldri eru muna dæmin um misheppnaðar tilraunir valdhafa og valdastéttarinnar til að velja þjóðinni forseta. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi í sameiningu lýst stuðningi við séra Bjarna Jónsson, dómkirkjuprest, árið 1952 en Ásgeir Ásgeirsson vann sigur.

Svipað hafi gerst 1968, þegar valdastéttin taldi Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi fjármálaráðherra, sendiherra í Danmörku og tengdason Ásgeirs Ásgeirssonar, sjálfsagðan arftaka tengdaföður síns. Þjóðin var á öðru máli og kaus Kristján Eldjárn.

Sagan hafi svo endurtekið sig í kosningunum 1996, þegar Pétur Hafstein hafi verið fulltrúi valdastéttarinnar. Þjóðin kaus þá Ólaf Ragnar Grímsson. Ólafur segir reyndar framboð Guðrúnar Pétursdóttur hafa skaðað framboð Péturs þrátt fyrir að Guðrún drægi framboð sitt til baka fyrir kosningarnar.

Auk þess sem Katrín Jakobsdóttir stígi nú fram sem fulltrúi valdastéttarinnar í komandi forsetakosningum, telur Ólafur það geta valdið henni vandræðum að vera fulltrúi Alþýðubandalagsins/Vinstri grænna. Þjóðin sé varla tilbúin í slíkt.

Hann fer yfir feril Katrínar og arfleifð og telur fátt liggja eftir hana, annað en að hún hafi haldið saman ríkisstjórn og verið stuðpúði milli freku karlanna í Framsókn og Sjálfstæðisflokki í rúm sex ár. Það sé vel af sér vikið.

Ríkisstjórnin hafi hins vegar reynst ríkisstjórn kyrrstöðu, verðbólgu, fjárlagahalla og vaxtaokurs, uppnáms í orkumálum og óvissuvarðandi útlendinga. Þá hafi Katrínu mistekist að sporna gegn vaxandi misrétti í samfélaginu og taka á vanda þeirra sem verst eru settir.

Ólafur segir Katrínu hafa haft 20 ár á þingi og 10 í ríkisstjórn til að láta gott af sér leiða en lítið sem ekkert liggi eftir hana. Telur hann kjósendur og raunar alla íbúa landsins verðskulda góða hvíld frá Vinstri grænum og fyrrverandi formanni þeirra og fráfarandi forsætisráðherra.

Náttfarapistilinn í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni