fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

María Rut er klár í slaginn – „Spennt að takast á við þetta verkefni“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. apríl 2024 15:30

María Rut Kristinsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Rut Kristinsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, tekur sæti á Alþingi á morgun í fjarveru Hönnu Katrínar Friðriksson sem verður á vorþingi Norðurlandaráðs í Færeyjum.

Í færslu á Facebook segist María Rut klár í slaginn og spennt fyrir verkefninu.

Tilkynning! (Nei ekki um forsetaframboð).

Ég tek sæti á Alþingi á morgun og verð út vikuna á meðan Hanna Katrin gegnir mikilvægum störfum í Færeyjum. Ég hef einu sinni áður gegnt þingmannsstörfum en þá voru skrýtnir tímar og aðeins einn þingfundur haldinn sem var falið að rannsaka kjörbréf þingmanna. Þið munið þarna þegar talningamálið í Borganesi var alltumlykjandi. Þá hélt ég ræðu um lýðræðið og kosningar. Þorgerður Katrín var forseti þingsins vegna þess að ekki var búið að mynda ríkisstjórn á þessum tímapunkti og hún starfsaldursforseti. Síðan þá hef ég meira og minna staðið vaktina í hliðarsal þingsins með Þorgerði og þingflokknum.

En nú fæ ég að stíga yfir þröskuldinn og prófa hefðbundin þingstörf í eina viku.

… Eða kannski ekki hefðbundin? Það er víst eitt og annað sem ríkisstjórnin er að leysa úr þessa stundina og forsætisráðherra að biðjast lausnar. Og enn ekki ljóst hvað verður.

Það virðist í það minnsta einkenna þingferil minn til þessa að koma inn á óhefðbundnum tímum. Hvort það hafi stærri og meiri merkingu er ekki gott að segja til um en ég er hið minnsta klár í slaginn og spennt að takast á við þetta verkefni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka