fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Dagur hugsi yfir drolli formanna stjórnarflokkanna – Landið geti ekki verið forsætisráðherralaust

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 13:15

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna teldu sig hafa góðan tíma til að ráða ráðum sínum. Landið geti ekki verið forsætisráðherralaust lengi samkvæmt stjórnskipaninni.

„Var að hlusta á Vikulokin og var dálítið hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna í umræðunni virtust telja að þeir hefðu góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins,“ segir Dagur í færslu á samfélagsmiðlum.

Gengið sé út frá því að Katrín biðjist lausnar á morgun, sunnudag, og hefji kosningabaráttu sína til embættis forseta Íslands. Á meðan geti stjórnarflokkarnir fundað til að finna út úr framhaldinu og landið sé forsætisráðherralaust.

„En er það svo?“ segir Dagur. „Samkvæmt mínum bókum gerir stjórnskipanin ráð fyrir því að þegar forsætisráðherra biðjist lausnar þá geri viðkomandi það ekki aðeins fyrir sína hönd heldur viðkomandi ríkisstjórnar. Oftast er um að ræða að þetta sé í aðdraganda snemmbúinna kosninga (eða að stjórnin hafi misst meirihluta sinn á þingi) og situr þá ríkisstjórnin (iðulega óbreytt) sem starfsstjórn fram að kosningum, að beiðni forseta.“

Ráðfæra sig við stjórnskipunarfræðinga

Að mati borgarstjórans fyrrverandi er tímafrestur flokkanna mjög skammur. Í núverandi stöðu þarf annað hvort að vera fyrir hendi þegar forsætisráðherra biðst lausnar: Skýr samstaða flokkanna, eða annars meirihluta, um skipun nýrrar ríkisstjórnar þar sem annar einstaklingur er strax settur í embætti af forseta. Eða að forseti veitir lausnarbeiðni forsætisráðherra viðtöku og óskar eftir því að hann leiði starfsstjórn þar til samstaða hafi náðst um annan forsætisráðherra og nýja ríkisstjórn. Landið megi ekki vera forsætisráðherralaust.

„Ef sú staða verður uppi á morgun að forsætisráðherra biðst lausnar án þess að fyrir liggi skýr tillaga um nýja ríkisstjórn með meirihlutastuðning á bak við sig er verkstjórnin formlega kominn í hendur forseta Íslands,“ segir Dagur. „Ég efast ekki um að hann sé í þessum töluðu orðum að ráðfæra sig við helstu stjórnskipunarsérfræðinga landsins til að kortleggja þær stöður sem upp geti komið og næstu skref í hverju og einu tilviki. Það að forseti höggvi sjálfur á hnútinn með því að skipa einhvern annan en fráfarandi forsætisráðherra í embættið í starfsstjórn á meðan flokkar á þingi ráða ráðum sínum virðist langsótt.“

Hann bendir á að stjórnarskráin virðist veita forseta vald til að rjúfa þing og boða til kosninga, það er samkvæmt bókstafsins hljóðan. En það sé ekki líklegt. Ólafur Ragnar Grímsson hafi hins vegar í sinni tíð neitað Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þáverandi forsætisráðherra um að rjúfa þing í kjölfar Panamaskjalanna.

Hafa morgundaginn

Stjórnarmyndunarferli undir verkstjórn forseta væri hefðbundnasti framgangurinn ef niðurstaða liggur ekki fyrir á morgun. Myndi hann kalla forystumenn til sín einn af öðrum til að fá afstöðu þeirra til myndun nýrrar ríkisstjórnar eða boðun alþingiskosninga. Katrín yrði á meðan forsætisráðherra í starfsstjórn.

„Það væri illa gert ef stjórnarflokkarnir draga nýja stjórnarmyndun á langinn vegna valdatogs eða annarra átakaefna – eins og þegar er farið að glitta í gegnum samtöl þeirra í fjölmiðlum. Ég myndi segja að þeir hefðu sólarhringinn til að leysa úr þessu en ekki mikið meira,“ segir Dagur að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni