fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Finnbjörn Hermannsson: Krónan er stóra vandamálið – jójó-hagkerfi hér meðan hún er

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 31. mars 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Munurinn á Íslandi og hinum Norðurlöndunum er stöðugleikinn sem þar ríkir á meðan við búum við jójó-hagkerfi. Þetta breytist ekki fyrr en við komumst í stöðugri gjaldmiðil. Krónan er stóra vandamálið og einkennilegt er að tæplega 300 fyrirtæki eru komin út úr krónuhagkerfinu vegna þess að það er hagstæðara fyrir þau en samt vilja þau að aðrir hér á landi séu fastir inni í krónunni. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ. er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 6.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Finnbjorn Hermannsson - 6.mp4

„En það sem er ólíkt á flestöllum Norðurlöndunum er þessi fyrirsjáanleiki. Það er t.d. þetta sem ég var að nefna áðan varðandi bótakerfið og þess háttar. Þar er það mjög sambærilegt milli ríkisstjórna, bæði í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þú getur gengið að því vísu ef þú ert að kaupa þér hús þá ertu með vexti sem þú getur vitað fyrir fram og getur reiknað þína innkomu út frá því. Þú ert með barnabætur sem halda verðgildi sínu. Það er allt annar hlutur heldur en við erum að gera. Það kemur til af því að þau eru ekki í þessu jójó-hagkerfi sem við erum í,“ segir Finnbjörn.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Hann segir að hér á íslandi séu hlutirnir ýmist í ökla eða eyra. „Við erum yfirleitt alltaf í eyra. við erum alltaf í hærri kantinum bæði í vöxtum og verðbólgu og öðru því. Það er það sem er öðruvísi og við munum náttúrlega ekki ná fyrr en við erum með stærra hagkerfi heldur en við erum með í dag.“

Stærra hagkerfi en við erum með í dag. Þá verður manni hugsað til Vilhjálms Birgissonar sem setti fram þá hugmynd að fengnir yrðu óháðir sérfræðingar erlendis frá til þess að meta krónuna okkar, hvernig hún er að gagnast okkur og hvort við værum betur komin með annan gjaldmiðil. Ertu að tala um þetta?

„Já, ég væri alveg til í að það yrði gert núna. Við eigum að nota tímann núna. Við erum með núna ró og við eigum að nota tímann núna hvernig við getum komið þessu hagkerfi okkar betur fyrir þannig að við séum ekki með þessa háu verðbólgu, þessa háu vexti – og það gagnast bæði fyrirtækjum og einstaklingum,“ Segir Finnbjörn.

„Þessi tæplega 300 fyrirtæki sem eru farin að gera upp í erlendri mynt, þau eru ekki að taka þátt í kostnaðinum af íslensku krónunni, þau búa við allt annað umhverfi, og þá er spurningin af hverju velja þau ekki íslensku krónuna en verja það svo að íslenska krónan sé notuð? Þetta eru allt saman hlutir sem við eigum að nota tímann í að skoða.“

Finnbjörn segir að ekki eigi að þurfa að gera kröfu í kjarasamningum um að gjaldmiðillinn verði endurskoðaður. „Við eigum að geta tekið þessa umræða bara á milli samninga því að þetta er hagkvæmni fyrir alla – að taka umræðuna – það á ekki neinn að þurfa að hræðast þá umræðu. Ég er því fylgjandi að við tökum þá umræðu og að við látum skoða það bara hvernig við getum komið þessum hlutum betur fyrir. Krónan er stóra vandamálið. Getum við verið með ein hvern veginn öðru vísi aðild að mynt eða eitthvað þess háttar? Það náttúrlega má ekki nefna aðkomu að Evrópusambandinu – við myndum drepa umræðuna strax og við færum að nefna það í sömu andránni – þannig að við eigum bara að taka umræðuna um það hvaða möguleikar eru í stöðunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Hide picture